mánudagur, desember 20, 2004
sunnudagur, nóvember 28, 2004
1. í aðventu
föstudagur, nóvember 26, 2004
Náttúra Íslands er falleg!
Það er gaman að enn sé verið að mótmæla Kárahnjúkavirkjun.
Myndin er tekin á svæðinu sem verður tortímt.
Til gamans þá eru fleiri myndir af því svæði hér.
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Snjórinn kominn.
Kíkt í gömul skólablöð.
miðvikudagur, október 27, 2004
Haukar aftur sigraðir.
fimmtudagur, október 21, 2004
Haukar sigraðir.
fimmtudagur, október 14, 2004
Jólin nálgast
fimmtudagur, október 07, 2004
Æfingaleikur við Víking
Annars er ég mjög ánægður með að vera kominn aftur í handboltann og í rauninni dauðsé ég eftir því að hafa hætt í 1 ár. Held nú samt að það komi ekki mikið niður á mér núna. Ég hef líka góðan þjálfara sem er nýr. Mér hefur í raun sjaldan eða aldrei gengið betur
þriðjudagur, október 05, 2004
sunnudagur, september 26, 2004
laugardagur, september 25, 2004
Blindrabolti
Kvikmyndagagnrýni: Rear window
Myndin fjallar um L.B. Jeffries, atvinnuljósmyndara sem er fótbrotinn og hefur ekkert betra að gera en að líta út um gluggann og njósna um nágranna sína. Dag einn verður hann var við grunsamlegt athæfi hjá einum manni. Hann grunar morð enda bendir ýmislegt til þess. Hann byrjar að fylgjast með manninum og reynir að fá rannsóknalögreglumann með sér í að leysa gátuna en rannsóknarlöggan trúir honum ekki því að ýmislegt annað bendir til þess að konan sem á að hafa verið myrt, sé á lífi.
Rear window er mjög áhugaverð mynd. Sögusviðið er einfalt. Myndin gerist öll í íbúð Jeffries og í bakgarðinum þar sem sjá má inn í marga glugga. Og í einum glugganum ásamt íbúðinni gerist sagan. En þrátt fyrir einfaldleikann er myndin mjög spennandi og maður veit ekki fyrr en í lokin hvort að morð hafi verið framið eða hvort maðurinn sé klikkaður. Það þarf því ekki mikið til að gera spennandi sögu. Þetta er mjög góð mynd og hvet ég ykkur til að sjá hana.
Til gamans í lokin:
- Aðalkvenpersónan er leikin af Grace Kelly sem giftist furstanum af Mónakó eftir kvikmyndaleikferil sinn og lést svo í bílslysi 1982.
- Gert var grín að myndinni í The Simpsons þegar Bart fótbrotnaði og hélt svo að Ned Flanders hefði drepið konu sína.
mánudagur, september 20, 2004
Ótímabundið iðjuleysi.
Ég vil komast aftur í skólan þó að ég þurfi að vakna snemma. Maður hefur a.m.k. eitthvað fyrir stafni.
föstudagur, september 17, 2004
fimmtudagur, september 16, 2004
"Nema hvað!": liðið skipað.
mánudagur, september 13, 2004
Ég er klikkaður
Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band
Which Beatles Album Are You?
brought to you by Quizilla
Ég er greinilega tilraunagjarn og bara klikkaður.
fimmtudagur, september 09, 2004
"Nema hvað!": Forkeppnin.
mánudagur, ágúst 23, 2004
Hættur í fótboltanum.
Skólinn byrjaður.
Þá er skólinn byrjaður og ég formlega orðinn 10.bekkingur. Ég fór á skólasetningu í morgun og lenti ég með Inga Viðar sem umsjónarkennara. Ingi talaði mikið og fór sérstaklega út í það að hann hefði beygt krókana á borðinu svo hægt væri að hengja töskurnar á þá. Annars er ég ágætlega spenntur að byrja í 10. bekk og líst mér ágætlega á valfögin sem ég valdi mér. Heimspeki II á mánudögum, frönsku og kvikmyndasögu á þriðjudögum, þýsku á fimmtudögum og íþróttafræði á föstudögum. Svo hef ég sett mér markmið fyrir þetta tímabil.
- Að ná 9 í meðaleinkunn á samræmdu prófunum. Ég stefni á MR og er mikilvægt að ná góðum árangri til að komast í þann skóla. Það er erfiðara að komast í skólann núna heldur en þegar systkyni mín komust í hann.
- Að vinna Nema hvað! Við vorum mjög óheppin í fyrra þegar við féllum út úr keppninni í bráðarbana á móti Breiðholtsskóla. Ég er einn eftir í liðinu svo það verður að mestu leyti nýtt lið.
Að lokum: Gangi ykkur vel í skólanum!
sunnudagur, ágúst 22, 2004
Menningarhelgi!
Föstudagskvöldið var farið í bíó á myndina "The Village". Mér fannst myndin ágæt en engin stórmynd. Hún var svolítið öðruvísi en ég bjóst við og ég lét endinn koma mér á óvart.
Morguninn eftir var vaknað kl. 9 og hitað upp fyrir Reykjavíkurhlaupið (ég ætla ekki að kalla þetta maraþon því að ég hljóp ekki 42 km). Þetta var í fyrsta skipti sem ég tók þátt og fór ég beint í 10 km. Ég var u.m.þ. 55 mín. að hlaupa þessa 10 km. Ég er bara nokkuð sáttur við tíma minn þar sem þetta var í fyrsta sinn sem ég hljóp svona mikið og það að ég hef lítið hlaupið í sumar. Ég er einnig sáttur við endasprettinn þar sem ég gaf í og tók fram úr mörgu fólki. Hörður hljóp líka og kom í mark rétt á eftir mér.
Um kvöldið fórum við á stórtónleika Rásar 2. Við horfðum á Leaves spila og voru þeir bara góðir. Leaves er svona hljómsveit sem maður þarf að skoða betur. Við nenntum ekki að horfa á Írafár og Brimkló svo við fórum í kolaportið og skoðuðum vörur þar og keypti ég Bítlamyndina "The Magical mystery tour". Ég horfði á myndina í dag og er það bara fyndið hvað þessi mynd er mikil sýra. Við komum svo aftur á tónleikana þegar Egó byrjaði að spila og þeir klikkuðu ekki. Svo fórum við bara heim eftir flugeldasýninguna og horfðum á "Gangs of New York" og fórum síðan að sofa.
Hörður fór heim um hádegið í dag og ég fór í fjölskyldugrillveislu um kvöldið og þar lauk helginni og sumarfríinu hjá mér.
miðvikudagur, júlí 21, 2004
Kvikmyndagagnrýni: American graffiti
Mér fannst myndin nokkuð skemmtileg. Hún er einföld og fyndin. Þetta er fyrsta unglingamyndin og lýsir hún samfélagi ungmenna árið 1962. Ég hafði gaman af því að sjá þessa mynd og kynnast samféleginu á þeim tímum. Hitt veit ég ekki hvort myndin gefi upp skýra mynd en ég geri ráð fyrir því. Ég myndi gefa myndinni 6,5 í einkunn. Maður Springur ekki úr hlátri en maður hlær Þess má geta að þetta er fyrsta myndin sem Harrison Ford lék í og fyrsta myndin sem George Lucas leikstýrði. Þessi mynd er klassísk, endilega kíkið á hana.
Kvikmyndagagnrýni:Mystic river
Þetta er mögnuð mynd. Sagan er mjög góð og hún er mjög vel sett upp í þessari mynd. Hú er einnig vel leikin enda stórt samansafn af góðum leikurum s.s. Sean Penn, Tim Robbins, Kevin Bacon og Laurence Fishbourne. Í rauninni hef ég ekki mikið að segja um myndina. Hún var einfaldlega frábær.
Enn og aftur. Ég hvet ykkur til að skrifa ykkar skoðanir um myndina og/eða gagnrýnina.
mánudagur, júlí 19, 2004
Hugsaðu upphátt!
Ef þú hefur þetta allt á hreinu þá geturðu sleppt því að lesa efnisgreinina fyrir neðan.
Til að sjá athugasemdirnar skal smella á tengilin neðst til hægri (0 hugsa(r) upphátt).Ætli maður að gera athugasemd, þá skal maður smella á tengilin þar sem stendur: "Post a comment" (ætla að breyta orðalaginu). Þar vandast málð. Það birtist síða þar sem stendur "sign in" og allt sem því fylgir. Þetta kerfi er frekað hugsað fyrir "blogspot"notendur. Ef maður er ekki einn af þeim þá smellir maður á tengil þar sem stendur Anonymous. Þá skrifar maður sína athugasemd og til að hún birtist þá smellir maður á stóra ljósbláa takkan þar sem stendur "Puplish your comment". Þá ætti athugasemdin að birtast.
Ég vona að þið hafi haft gagn og gaman af þessari fræðslu minni.
Ég hvet ykkur til að vera dugleg að hugsa upphátt.
mánudagur, júlí 12, 2004
Kvikmyndagagnrýni: Harrry Potter 3
Það var minna gert úr persónunum nema Harry, Hermione, Sirius Black og Lupin. Aðrar persónur s.s. Snape, Draco Malfoy, Ron og Dumbledore voru mjög óáberandi. Og talandi um Dumbledore, Þetta var einhver allt annar Dumbledore en í fyrri myndunum. Þessi virtist ekki jafnfullur af visku eins og sá fyrri. Það þarf að finna nýjan leikara til að leika Dumbledore. Í rauninni fannst mér minna gert úr söguþræðinum og nánast hlaupið í gegn um hann.
Mér fannst myndin í heild sinni engin stórmynd en ég get þó horft á hana mér til skemmtunar og ég bíð spenntur eftir næstu mynd.
Ég hef áhuga á umræðum um myndina á umræðutorginu sem fylgir nýja útlitinu. Endilega segið ykkar skoðanir og leiðréttið mig ef með þarf.
föstudagur, júní 11, 2004
Sigur
fimmtudagur, júní 03, 2004
ÍsBjörninn er kominn aftur.
Ber þar hæst að nefna það að forsetinn skrifaði ekki undir fjölmiðlalögin. Eru þetta tímamót í sögu lýðveldisins því að forseti hefur ekki áður neitt þessu valdi áður. Ég er ánægður með það að hann skrifaði ekki undir lögin. Bæði vegna þess að ég er á móti þessum lögum og einnig þess að með þessu fær þjóðin að ákveða hvort frumvarpið verði að lögum eða ekki. Sumir telja þetta vera árás á alþingi en í þessu máli er þingið og þjóðin ósammála og ég tel að vilji þjóðarinnar sé mikilvægari en vilji Alþingis.
Framundan eru forsetakosningar og líst mér ágætlega á Baldur Ágústsson þar sem hann hefur svipaðar skoðanir og ég um forsetaembættið. En Ólafur Ragnar hefur þó hækkað í áliti eftir að hafa beitt málskotsréttinum.
En nóg um það. Sumarið er framundan og ég er næstum því kominn í sumarfrí. Bara skólaslit eftir en þa teljast varla með hjá mér.
Ég skrifa meira síðar.
föstudagur, maí 07, 2004
laugardagur, apríl 24, 2004
miðvikudagur, apríl 21, 2004
laugardagur, apríl 17, 2004
Annars hefur lítið gerst nema að ég byrjaði í skólanum og fór í klippingu.
Svo vil ég að lokum einnig hvetja ykkur til að skrifa undir þennan lista!
sunnudagur, apríl 11, 2004
Það er bara ágætur páskadagur hjá mér. Ég vaknaði snemma í morgun og fór í messu kl. 8 eftir það fór ég heim og lagði mig. Eftir það fékk ég mér páskaegg og á ég í nokkrum erfiðleikum með að klára það. Svo komu foreldrar mínir heim frá Skotlandi. Svo förum við í matarboð til frænku minnar í kvöld.
Hafið það bara gott um páskana.
miðvikudagur, apríl 07, 2004
fimmtudagur, apríl 01, 2004
þriðjudagur, mars 30, 2004
Ég var svo í farskóla leiðtogaefna áðan. Þetta var lokasamveran og þá komu foreldrar með. Það kom svo í hlut föður míns ,sem umboðsmanns biskups, að afhenda viðurkenningarskjöl. Og hann afhenti mér mitt viðurkenningarskjal og brá á það ráð að stíga einu þrepi ofar til að vera hærri en ég. Þetta var bara skemmtilegt kvöld.
Mér er hins vegar ekki skemmt yfir því að nú eru allir skyndilega farnir að tala um skólasundið eftir páskafríið. Ég ætla nú ekki að vera að eyðileggja páskafríið með slíkum áhyggjum.
miðvikudagur, mars 24, 2004
You Are: Cream. It was all about the psychadelic
factor, with good lyrics... but not great. Not
too many people have heard of you, and your a
tad on the one-hit-wonder side.
What Classic Rock Band Are You?
brought to you by Quizilla
miðvikudagur, mars 10, 2004
laugardagur, mars 06, 2004
fimmtudagur, mars 04, 2004
Eftir það fór ég í fjöltefli. Og ég hef eitt að segja sem þið trúið ekki upp á mig. Ég svindlaði. Nei annars, ég svindlaði ekki. Ég REYNDI að svindla. Það var þannig að þeir voru tveir sem tefldu fjölteflið, Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins, og einhver Færeyingur. Færeyingurinn kom mér í vonlausa stöðu með því að færa drottninguna sína að kónginum mínum. Ég brá þá á það ráð að færa riddara hans um ein reit og kom honum úr völdunarstöðu. Þá kom Hrafn og ég þurfti auðvitað að drepa drottninguna og þá sá hann eitthvað athugavert við stöðuna. Færeyingurinn gæti ekki hafað leikið lélegan leik. Hrafn kallaði þá á Færeyinginn og sagði honum þá frá stöðunni og að það væri eitthvað athugavert við hana. Og viti menn, Færeyingurinn tók eftir þeirri litlu breytingu sem ég gerði og lagaði stöðuna. Eftir það mátaði hann mig með því að fær biskup. Ég gat ekki drepið biskupinn því að riddarinn örlagaríki valdaði hann. Og ég tapaði.
Þá eru listadagarnir búnir og mér fannst þeir bara fínir.
þriðjudagur, mars 02, 2004
sunnudagur, febrúar 29, 2004
You're Canada!
People make fun of you a lot, but they're stupid because you've
got a much better life than they do. In fact, they're probably just jealous.
You believe in crazy things like human rights and health care and not
dying in the streets, and you end up securing these rights for yourself and
others. If it weren't for your weird affection for ice hockey, you'd be
the perfect person.
Take
the Country Quiz at the
Blue Pyramid