sunnudagur, nóvember 28, 2004

Loksins, loksins!

Það var mikið að einhver ráðamaður áttaði sig á að að Íraksstríðið var mistök.

1. í aðventu

Ég minntist hér í síðasta mánuði á að menn ættu ekki að undirbúa jólin fyrr en 1. í aðventu og nú er sá dagur runninn upp og ég er formlega farinn að hlakka til jólanna.

föstudagur, nóvember 26, 2004

Náttúra Íslands er falleg!



Það er gaman að enn sé verið að mótmæla Kárahnjúkavirkjun.
Myndin er tekin á svæðinu sem verður tortímt.
Til gamans þá eru fleiri myndir af því svæði hér.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Snjórinn kominn.

Ekki má nú gleyma snjónum sem er kominn. Nú er landið loksins farið að standa undir nafni. Nú verður snjórinn að haldast fram að jólum og helst lengur. Reykjavík lítur líka svo vel út í vetrardýrðinni.

Kíkt í gömul skólablöð.

Skólinn í dag var heldur götóttur en þó skárri í gær. Það voru fjórir tímar sem féllu niður hjá mér. Tímannum eyddi ég í sal og upp á bókasafni. Uppi á bókasafni kíkti ég á nokkur gömul skólablöð. Gæðin voru ekki mikil en efnið var fínt. Í einu þeirra (frá árinu "87) var viðtal við þáverandi kennara Bjarna Fr. Karlsson (faðir Bjarna Frímans) þar sem hann sagði ýkjusögu (með mikilli áherslu á fyrstu fjóra stafina) af Einari Magnússyni núverandi skólastjóra. Þetta eru fín blöð og gaman að kíkja einstaka sinnum.