laugardagur, júlí 28, 2007

Lögmálið um draslið

Sama hversu mikið þú reynir að losa þig við drasl, það kemur alltaf aftur.

laugardagur, júlí 21, 2007

Fyrirmyndarbærinn Springfield

Ef það eru einhverjir sjónvarpsþættir sem ég er veikur fyrir, þá er það The Simpsons. Þættirnir eru í senn mjög fyndnir og innihalda einnig mikið af siðferðisstefum sem gætu gagnast manni í daglegu lífi (réttlæting fyrir of miklu Simpsons-glápi)
Eitt af því sem gerir þættina mjög áhugaverða er samfélagið í bænum sem þættirnir fjalla um. Þættirnar lýsa því einmitt hvernig bæir eiga ekki að vera. Bæjarstjórinn spilltur, lýðurinn fáfróður og æsist auðveldlega upp, auðmaður á hálfan bæinn og svona mætti lengi telja. Það verður því að teljast nokkuð kaldhæðnislegt að íbúar 14 bæja í bandaríkjunum keppist um að fá sinn bæ viðurkenndan sem heimabæ Simpson-fjölskyldunnar. Hvernig ætli íbúar Springfield í Vermount-fylki hafi samfært fólk um að þeirra bær sé hinn eini sanni Springfield-bær? Var það múgæsingin? Að vísu tel ég að bærinn muni nú ekki fá á sig neikvæðan stimpil þrátt fyrir allt, þættirnir eru of vinsælir til að svo verði.

Annars bíð ég með eftirvæntingu með myndinni. Það verður líka forvitnilegt að sjá hvernig myndin heppnast á íslensku. Ég hef nú séð þátt á þýsku þannig að ég held að íslenskan muni ekki spilla fyrir neinu. Ég ætla samt sem áður að sjá myndina fyrst á ensku.