þriðjudagur, mars 30, 2004

Við kepptum við Víking í fótbolta í gær. Við unnum 3-2. Ég stóð mig ágætlega þrátt fyrir nokkur klaufaspörk.
Ég var svo í farskóla leiðtogaefna áðan. Þetta var lokasamveran og þá komu foreldrar með. Það kom svo í hlut föður míns ,sem umboðsmanns biskups, að afhenda viðurkenningarskjöl. Og hann afhenti mér mitt viðurkenningarskjal og brá á það ráð að stíga einu þrepi ofar til að vera hærri en ég. Þetta var bara skemmtilegt kvöld.

Mér er hins vegar ekki skemmt yfir því að nú eru allir skyndilega farnir að tala um skólasundið eftir páskafríið. Ég ætla nú ekki að vera að eyðileggja páskafríið með slíkum áhyggjum.

miðvikudagur, mars 24, 2004

Ég ákvað að feta í fótspor Gísla og taka rokkhljómsveitakönnunina. Og ég er...

Cream
You Are: Cream. It was all about the psychadelic
factor, with good lyrics... but not great. Not
too many people have heard of you, and your a
tad on the one-hit-wonder side.


What Classic Rock Band Are You?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, mars 10, 2004

Árshátíðin í kvöld og ég hef verið gagnrýndur fyrir að vera ekki búinn að finna mér föt. En mér er sama. Ég tek gagnrýni ekki illa og ætla bara núna snöggvast að finna mér föt (það ætti ekki að taka langan tíma) og njóta árshátíðarinnar enda spila Stuðmenn þar.

laugardagur, mars 06, 2004

Er að horfa á breska mynd um Elísabetu 1 , Englandsdrottningu, með öðru auganu. Getið hver leikur í henni. Enginn annar en stórleikarinn Eric Cantona. Ekki vissi ég að hann væri leikari.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Og já. Ég veit að þetta svindl fer ekki saman við Kanadabúann í mér
Það er búinn að vera nokkuð skemmtulegt á listadögum í dag. Ég byrjaði í stjörnuspeki. Þar kom koma sem fræddi okkur um hvernig manneskjur væru sem eru fædd í ákveðnu stjörnumerki (t.d. naut). Ég er í nautinu og ég get gefið ykkur smá sýnishorn um það sem hún sagði um nautið: Nautið þarf mikinn tíma til að hita sig upp fyrir kynlífið og hefur á móti mikið úthald (ath. hún orðaði setninguna aðeins öðruvísi). Jú, hún talaði um kynlíf í stjörnuspekinni. Þetta var bara ágætis fræðsla hjá henni.

Eftir það fór ég í fjöltefli. Og ég hef eitt að segja sem þið trúið ekki upp á mig. Ég svindlaði. Nei annars, ég svindlaði ekki. Ég REYNDI að svindla. Það var þannig að þeir voru tveir sem tefldu fjölteflið, Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins, og einhver Færeyingur. Færeyingurinn kom mér í vonlausa stöðu með því að færa drottninguna sína að kónginum mínum. Ég brá þá á það ráð að færa riddara hans um ein reit og kom honum úr völdunarstöðu. Þá kom Hrafn og ég þurfti auðvitað að drepa drottninguna og þá sá hann eitthvað athugavert við stöðuna. Færeyingurinn gæti ekki hafað leikið lélegan leik. Hrafn kallaði þá á Færeyinginn og sagði honum þá frá stöðunni og að það væri eitthvað athugavert við hana. Og viti menn, Færeyingurinn tók eftir þeirri litlu breytingu sem ég gerði og lagaði stöðuna. Eftir það mátaði hann mig með því að fær biskup. Ég gat ekki drepið biskupinn því að riddarinn örlagaríki valdaði hann. Og ég tapaði.

Þá eru listadagarnir búnir og mér fannst þeir bara fínir.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Listadagarnir eru byrjaðir og lenti ég bara í ágætum fögum. Ég byrjaði í "collage". Þá var sett blað á gólfið og málað á það með frjálsri aðferð. Svo fer ég í það í 2 skipti í viðbót að gera eitthvað meira með það. Eftir það fór ég í arkitektúr. Svo var farið í bíó á myndina "Love actually". Mér fannst myndin skemmtileg. Það voru einhverjir sem héldu að þeir væru áhorfendur í myndveri en ekki bíósal. Þau þurftu að trufla með klappi og köllum. Svo halda listadagarnir áfram á morgunn.