fimmtudagur, janúar 18, 2007

GB: MS næst

Það má segja að við höfum tekið Lækjargötuslaginn nokkuð sannfærindi en að Kvennaskólinn hafi jafnframt tapað með reisn. Þeim er að sjálfsögðu þakkað fyrir góða keppni. Einnig er stuðningsmönnum þakkað fyrir að fjölmenna og halda uppi rífandi stemmingu í útvarpshúsinu. 30-20 voru sem sagt úrslitin.
En næstir á dagskrá eru MS og fer keppnin fram 9. mars. Ég er strax farinn að hlakka til.

föstudagur, janúar 12, 2007

GB: 2. umferð og GB-bloggsamfélagið

Það er búið að draga í aðra umferð. Mótherji okkar að þessu sinni verður Kvennaskólinn í Reykjavík. Mér líst bara vel á að fá Kvennskælinga sem mótherja. Áhugaverðasta viðuregnin í þessari umferð er þó að mínu mati Borgó-MH. Tvö lið þar á ferð sem eiga heima í sjónvarpinu og annað þeirra dettur út.
Ég er farinn að hlakka til að hefja leik enda er keppnin sjálf komin á fullt skrið. Ég fylgdist lítið með fyrstu umferðinni þar sem við hefjum leik í annarri umferð. Ég hef ekki hlustað á keppninirnar en á þær ætla ég að hlusta bara á einu bretti á netinu. Ég hef þó fylgst með umræðum í bloggheiminum. Það er gaman að sjá þetta bloggsamfélag sem rís í kring um þessa keppni. Ég vafraði um það um daginn og sá tengla á síðuna mína á þremur vefdagbókum hjá mönnum sem ég þekki lítið og jafnvel ekki neitt. En ég lít bara á það sem tækifæri til að kynnast fleirum. Ég hef gefið hinum sömu tengil til baka eins og ég geri alltaf. Ætli ég verði þá ekki að blogga meira um GB.

Annars hvet ég alla til að mæta í útvarpshúsið næsta miðvikudagskvöld kl. 20.30.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Merki um taugaveiklun?

Ég tek alltaf svakalegan kipp þegar síminn hringir eða ber mér smáskilaboð, jafnvel þegar ég á von á þeim.