miðvikudagur, júlí 21, 2004

Kvikmyndagagnrýni: American graffiti

Í gær sá ég einnig myndina American graffiti frá árinu 1973. Myndin fjallar um síðasta kvöld nokkurra stráka áður en þeir fara í Háskóla. Hún segir frá vinsælum stráki og samband hans við kærustu sína sem fer upp og niður, nördinn sem fær að keyra bílinn hans og tekur sæta stelpu upp í bílinn, gaur sem leitar að stelpu sem blikkaði hann og lendir í útistöðum við gengi og svo spyrnukóng sem situr uppi með 13-14 ára stelpu.

Mér fannst myndin nokkuð skemmtileg. Hún er einföld og fyndin. Þetta er fyrsta unglingamyndin og lýsir hún samfélagi ungmenna árið 1962. Ég hafði gaman af því að sjá þessa mynd og kynnast samféleginu á þeim tímum. Hitt veit ég ekki hvort myndin gefi upp skýra mynd en ég geri ráð fyrir því. Ég myndi gefa myndinni 6,5 í einkunn. Maður Springur ekki úr hlátri en maður hlær  Þess má geta að þetta er fyrsta myndin sem Harrison Ford lék í og fyrsta myndin sem George Lucas leikstýrði. Þessi mynd er klassísk, endilega kíkið á hana.

Kvikmyndagagnrýni:Mystic river

Í gær sá ég myndina Mystic river. Myndin byrjar í fortíðinni þegar aðalpersónurnar, Jimmy, Sean og Dave eru litlir. Þegar þeir eru að leika sér er Dave numinn á brott af barnaníðingum. Þá víkur sagan til nútímans. Dave, þjáður af slæmum minningum, kemur heim alblóðugur kl. 3 um nótt af skemmtistað. Daginn eftir finnst dóttir Jimmys myrt. Lögreglan, með Sean í forystu, byrjar að rannsaka morðið. Jimmy, með fortíð í glæpastarfsemi, lætur fylgjast með morðrannsókninni. Grunur beinist svo fljótt að Dave sem er óvenju þögull.

Þetta er mögnuð mynd. Sagan er mjög góð og hún er mjög vel sett upp í þessari mynd. Hú er einnig vel leikin enda stórt samansafn af góðum leikurum s.s. Sean Penn, Tim Robbins, Kevin Bacon og Laurence Fishbourne. Í rauninni hef ég ekki mikið að segja um myndina. Hún var einfaldlega frábær.

Enn og aftur. Ég hvet ykkur til að skrifa ykkar skoðanir um myndina og/eða gagnrýnina.

mánudagur, júlí 19, 2004

Hugsaðu upphátt!

Ég hef tekið eftir því að fáir hafa hugsað upphátt (gert athugasemdir, eins og margir myndu orða það). Nanna, systir mín, hefur kvartað yfir því að það væri ekki hægt að gera athugasemdir, en það er hægt. Ef það eru margir sem vita  ekki hvernig er hægt að gera athugasemdir, þá ætla ég að fara í ferlið frá A-Ö.
Ef þú hefur þetta allt á hreinu þá geturðu sleppt því að lesa efnisgreinina fyrir neðan. 

Til að sjá athugasemdirnar skal smella á tengilin neðst til hægri (0 hugsa(r) upphátt).Ætli maður að gera athugasemd, þá skal maður smella á tengilin þar sem stendur: "Post a comment" (ætla að breyta orðalaginu). Þar vandast málð. Það birtist síða þar sem stendur "sign in" og allt sem því fylgir. Þetta kerfi er frekað hugsað fyrir "blogspot"notendur. Ef maður er ekki einn af þeim þá smellir maður á tengil þar sem stendur Anonymous. Þá skrifar maður sína athugasemd og til að hún birtist þá smellir maður á stóra ljósbláa takkan þar sem stendur "Puplish your comment". Þá ætti athugasemdin að birtast.
Ég vona að þið hafi haft gagn og gaman af þessari fræðslu minni.
 
Ég hvet ykkur til að vera dugleg að hugsa upphátt.

mánudagur, júlí 12, 2004

Kvikmyndagagnrýni: Harrry Potter 3

Ég sá Harry Potter og fangann frá Azkaban í gær. Mér fannst myndin ekkert sérstök. Ég hef lesið bókina þó að ég muni lítið úr henni. Ég ætla ekkert að vera mikið að bera saman bókina og myndina. Mér fannst ósköp lítið gerast í myndinni fram að seinustu atburðarásinni. Eins og allt gerðist í þessari seinustu atburðarrás.
Það var minna gert úr persónunum nema Harry, Hermione, Sirius Black og Lupin. Aðrar persónur s.s. Snape, Draco Malfoy, Ron og Dumbledore voru mjög óáberandi. Og talandi um Dumbledore, Þetta var einhver allt annar Dumbledore en í fyrri myndunum. Þessi virtist ekki jafnfullur af visku eins og sá fyrri. Það þarf að finna nýjan leikara til að leika Dumbledore. Í rauninni fannst mér minna gert úr söguþræðinum og nánast hlaupið í gegn um hann.
Mér fannst myndin í heild sinni engin stórmynd en ég get þó horft á hana mér til skemmtunar og ég bíð spenntur eftir næstu mynd.

Ég hef áhuga á umræðum um myndina á umræðutorginu sem fylgir nýja útlitinu. Endilega segið ykkar skoðanir og leiðréttið mig ef með þarf.