Í gær sá ég myndina Mystic river. Myndin byrjar í fortíðinni þegar aðalpersónurnar, Jimmy, Sean og Dave eru litlir. Þegar þeir eru að leika sér er Dave numinn á brott af barnaníðingum. Þá víkur sagan til nútímans. Dave, þjáður af slæmum minningum, kemur heim alblóðugur kl. 3 um nótt af skemmtistað. Daginn eftir finnst dóttir Jimmys myrt. Lögreglan, með Sean í forystu, byrjar að rannsaka morðið. Jimmy, með fortíð í glæpastarfsemi, lætur fylgjast með morðrannsókninni. Grunur beinist svo fljótt að Dave sem er óvenju þögull.
Þetta er mögnuð mynd. Sagan er mjög góð og hún er mjög vel sett upp í þessari mynd. Hú er einnig vel leikin enda stórt samansafn af góðum leikurum s.s. Sean Penn, Tim Robbins, Kevin Bacon og Laurence Fishbourne. Í rauninni hef ég ekki mikið að segja um myndina. Hún var einfaldlega frábær.
Enn og aftur. Ég hvet ykkur til að skrifa ykkar skoðanir um myndina og/eða gagnrýnina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli