miðvikudagur, desember 27, 2006

GB: Fjörinu frestað um viku!

Við sitjum hjá í fyrstu umferð.

laugardagur, desember 23, 2006

Þorláksmessuhugleiðingar ´06

Ég hef ákveðið að hafa það að venju að rita hugleiðingar mínar á Þorláksmessu hér á bloggið mitt. Hugarfar mitt núna er eiginlega bara svipað og á Þorláksmessu í fyrra. Ég er allt í einu farin að átta mig á því að jólin eru á morgun. Þorláksmessa er einmitt sá dagur þar sem ég dett inn í jólaskapið. Sérstaklega þegar ég er staddur í miðbænum með MR-kórnum syngjandi jólalög. Ég verð að segja að þetta er mjög góð hefð og gott fyrir fólk, sem er á fullu við jólainnkaup, að slaka aðeins á, staldra við og hlusta á ljúfan kórsöng.
Einnig er gaman að kíkja á mannlífið á Þorláksmessu. Nóg er af fólkinu á Laugarveginum. Ég held líka að það væri ágætis hugmynd að banna umferð bifreiða á Laugarveginum og gera hana að göngugötu á Þorláksmessu. Í raun furða ég mig á því að fólk nenni að keyra þar.

Ég ætla ekki að hafa hugleiðingar mínar lengri að þessu sinni og óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla.

miðvikudagur, desember 20, 2006

Jólatónleikar

Jólatónleikar MR-kórsins voru haldnir áðan og heppnuðust bara býsna vel. Tónleikarnir hlutu einróma lof áhorfenda sem ómuðu af gleði. Við uppskárum eins og við sáðum og eftir miklar æfingar og mikla taugaþreytu á síðustu metrunum tókst okkur að skila efninu bara vel frá okkur. Þar bar hæst "A Ceremony of Carols" eftir Benjamin Britten við fagran undirleik Sólveigar á hörpu.
Fyrir þá sem misstu af veislunni, þá verðum við í miðbænun á Þorláksmessu ef veður leyfir.

Að lokum vil ég hvetja MR-inga til að ganga í kórinn eftir áramót.

sunnudagur, desember 17, 2006

Án titils

Ég þakka heiðurinn

fimmtudagur, desember 07, 2006

Að læra (ekki) fyrir próf.

Það gleðjast ekki margir yfir jólaprófum. Ég geri það nú ekki beinlínis en tek þeim þó með ró. Ef til vill aðeins of mikilli. Það má segja að ég sé kominn í nokkurs konar vítahring letis og þreytu. Ég hef aldrei verið svona latur í jólaprófum fyrr. Augnlokin þyngjast er ég opna námsbækurnar. Ég er vís til að fá mér blund, kíkja á netið (hvað er ég að gera núna), fá mér eitthvað nasl o.s.frv. Svo er ég alltaf syfjaður. Kaffið er á þrotum á það sinn þátt í því. Ég er einn heima og nenni ekki út í búð að kaupa mér meira kaffi. Ég er farinn að finna fyrir fráhvarfseinkennum. Ég er farinn að halda að kaffileysið sé uppspretta vítahringsins.

Nú halda eflaust einhverjir að ég sé á hálum ís. Svo er ekki, mér hefur hingað til gengið ágætlega enda hef ég tilhneigingu til að bjarga mér á prófum.


Hver væri ekki til í einn svona kaffibolla?

þriðjudagur, desember 05, 2006

Án titils

Af hverju eru alþingismenn að eyða tíma í þetta