miðvikudagur, desember 20, 2006

Jólatónleikar

Jólatónleikar MR-kórsins voru haldnir áðan og heppnuðust bara býsna vel. Tónleikarnir hlutu einróma lof áhorfenda sem ómuðu af gleði. Við uppskárum eins og við sáðum og eftir miklar æfingar og mikla taugaþreytu á síðustu metrunum tókst okkur að skila efninu bara vel frá okkur. Þar bar hæst "A Ceremony of Carols" eftir Benjamin Britten við fagran undirleik Sólveigar á hörpu.
Fyrir þá sem misstu af veislunni, þá verðum við í miðbænun á Þorláksmessu ef veður leyfir.

Að lokum vil ég hvetja MR-inga til að ganga í kórinn eftir áramót.

Engin ummæli: