sunnudagur, júní 25, 2006

Án titils

Gott framtak hjá Skjá 1: Að sýna Woody Allen myndir á sunnudagskvöldum.

Slæmt framtak hjá Skjá 1: Að sýna jafn ómerkilega spennuþætti á borð við "Wanted" á undan Woody Allen myndunum.

laugardagur, júní 03, 2006

Halldór út en framsókn áfram á niðurleið.

Stórtíðindi virðast vera framundan í íslenskum stjórnmálum. Halldór Ásgrímsson virðist ætla að taka á sig skellinn og segja af sér sem formaður framsóknarflokksins og jafnvel sem forsætisráðherra. Ég græt nú ekki brotthvarf hans úr stjórnmálum. Mér finnst að hann hefði átt að segja af sér sem utanríkisráðherra eftir að hafa, ásamt Davíð Oddssyni sem þá hefði líka átt að segja af sér, lýst yfir stuðningi við árásarstríð án þessa að hafa Alþingi eða þjóðina með í ráðum. En hins vegar myndi ég ekki gera hann ábyrgan fyrir slöku gengi Framsóknarflokksins í sveitastjórnakosningunum. Fólkið veit að Framsóknarflokkurinn er stefnulaus flokkur sem hagar seglum eftir vindi og engin þörf fyrir þá í íslenskum stjórnmálum. Hrókeringar innan flokksins og stólaskipti í hinni útbrunnu rískisstjórn eru algerlega gagnlaus og munu ekki bjarga honum. Mikið hlakka ég til næstu Alþingiskosninga. Þá verður loksins komin vinstristjórn.