fimmtudagur, júlí 06, 2006

Íslenska á alþjóðavettvangi.

Í kvöldfréttunum í Ríkissjónvarpinu áðan sá ég blaðamannafund með Ólafi Ragnari Grímssyni og Karolos Papoulias, forseta Grikklands. Það vakti athygli mína að hann talaði þar á ensku, þrátt fyrir að vera staddur á heima á Fróni og að Papoulias talar ekki ensku sem móðurmál. Nú er þetta að sjálfsögðu ekki einsdæmi því íslenskir embættismenn tala alltaf ensku á erlendum blaðamannafundum, jafnvel þótt hinn viðmælandinn tali sjálfur ekki ensku sem og minnihluti þjóðar hans. Þá spyr ég sjálfan mig: "Af hverju geta embættismenn aldrei notað íslenskuna á alþjóðavettvangi." Þá segja kannski aðrir: Af því að aðeins 300.000 manns skilja hana en allir skilja enskuna." Þrátt fyrir að miklu fleiri skilji ensku þá er alltaf hægt að fá túlk til að þýða íslenskuna yfir á ensku. Íslenskan er fallegt tungumál sem flestir Íslendingar eru stoltir af. Af hverju ekki að hampa henni meira á erlendri grundu og sýna að við erum stoltir af henni? Það er líka gaman fyrir fólk í öðrum löndum að hlusta á fleiri tungumál þótt það skilji ekki endilega tungumálið. Mér finnst. t.d. gaman að sjá viðtal við Jaques Chirac talandi frönsku með sínu handapati þótt ég skilji hann ekki mikið.
Það myndi ylja mér um hjartarætur að heyra íslenskuna talaða á alþjóðavettvangi.

Vinsæll ráðherra.

Gaman að sjá hvað Anders Fogh Rasmussen er alltaf jafn vinsæll í Danmörku.

mánudagur, júlí 03, 2006

Listi yfir týnda hluti

Ég hef sett inn lista yfir hluti sem ég hef týnt, inn á bloggið mitt. Ég fékk þá hugdettu þegar ég var að leita að ökunámsbókinni minni og var að setja hana á listann þegar ég fann hana. Nú eru á listanum hlutir sem eru búnir að vera týndir lengi og býst ég ekki við að sjá þá aftur. Þessi listi er til gamans gerður og einnig fyrir mig sjálfan til að minna mig á hvað ég get verið mikill skussi.