miðvikudagur, ágúst 31, 2005

MR-kórinn

Ég reyndi fyrir mér í söng í dag þar sem prufur í MR-kórinn fóru fram. Þegar ég kom inn hafði ég ekki hugmynd um hvað ég væri að gera þarna syngjandi "mo-mo-mo". Ég náði tónunum ekkert allt of vel og datt m.a.s út um tíma. Þá sagði hann bara að ég væri góður bassi og ég á að mæta á mánudaginn.
Mun ég standa undir væntingum?

laugardagur, ágúst 27, 2005

Bandaríkin og SÞ

Eiga Bandaríkin heima í SÞ? Maður spyr sig.

föstudagur, ágúst 26, 2005

Fyrsta vikan

Þá er fyrsta vikan í MR liðin. Hún hefur liðið bara mjög hratt enda gaman í MR. Það er ágætt að vera alltaf í sömu litlu stofunni. Ég er aðeins farinn að kynnast bekkjarsystkinum mínum og við Sindri erum þegar byrjaðir í kosningaslag um embætti bekkjarráðsmanns 3-A.
Félagsaðstaðan er lokuð. Ekki alveg draumabyrjun þar en það lagast. Einnig finnst mér ágæt úti stemmingin sem myndast gjarnan á portinu á milli Íþöku og íþróttahúsins.
Busakynningin var ágæt. Ég slapp reyndar við að vera tekinn upp á svið. Ég þurfti ekki einu sinni að segja "heyjó". Svo er það bara busadagur framundan. Það verður bara nokkuð gaman.
Svo er ég að í huga að ganga í MR-kórinn eftir að hafa heillast af flutningi hans á Bohemian Rapsody á skólasetninguni. En það stangast á við handboltann. Hvað á ég að gera?
Það eru góðir tímar framundan.

Og fyrir þá sem kvarta yfir spillinum um Harry Potter, ég varaði ykkur við.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

X-V í staðinn fyrir R

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að R-listinn úr sögunni. Eins og menn vita vorum það við Vinstri-græn sem tókum af skarið og ákváðum að fara í sérframboð. Sumir vilja kenna okkur um að hafa kálað R-listanum og aðrir segja að við hafi málað okkur út í horn. R-listinn er orðið dautt stjórnmálaafl og flokkarnir hættir að ná saman. Einhver að taka af skarið og slíta þessu endanlega. Ég hef alveg trú á því að VG verði áfram við stjórn sama hvað aðrir segja. Það er hægt að byrja kosningabaráttuna með því að losa okkur við allar mýturnar.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Bókagagnrýni

Eftir gott sumarfrí frá blogginu hef ég ákveðið að snúa aftur með smá bókagagnrýni. Bókin er Harry Potter and the half-blood prince.

Í þessari sjöttu bók um Harry Potter fær hann námsbók í töfradrykkjum sem hinn dularfulli blendingsprins átti, Prinsinn hefur skrifað uppskriftir og galdra í bókina, Harry til mikillar lukku - og vandræða. Á sama tíma grunar hann Draco Malfoy um eitthvað ráðabrugg og skyggnist inn í fortíð Voldemorts.

Varúð:spillir hérna
Mér finnst bókin vera nokkuð svipuð og næsta á undan henni. Í upphafi er býst maður við mikilli spennu en svo tekur við frásögn um daglegt líf Harrys og ekkert spennandi gerist fyrr en í síðustu köflunum. En síðustu kaflarnir voru þó spennandi. Nú kemur spillir. Snape drepur Dumbledore. Það hefur gríðarlega mikið að segja fyrir bækurnar enda Dumbledore ein mikilvægasta persóna bókanna og nú veit maður loksins hvort Snape er góður eða vondur. En í heildina séð ekkert sérstök. Bókin er þó aðeins styttri sem er ágætt enda enginn þörf að skrifa svo lngar bækur ef það gerist ekki mikið í þeim.
Nú ætlast ég hreinlega til þess að Rowling bæti upp fyrir síðustu tvær bækur og klári þessa bókaröð almennilega.