þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Bókagagnrýni

Eftir gott sumarfrí frá blogginu hef ég ákveðið að snúa aftur með smá bókagagnrýni. Bókin er Harry Potter and the half-blood prince.

Í þessari sjöttu bók um Harry Potter fær hann námsbók í töfradrykkjum sem hinn dularfulli blendingsprins átti, Prinsinn hefur skrifað uppskriftir og galdra í bókina, Harry til mikillar lukku - og vandræða. Á sama tíma grunar hann Draco Malfoy um eitthvað ráðabrugg og skyggnist inn í fortíð Voldemorts.

Varúð:spillir hérna
Mér finnst bókin vera nokkuð svipuð og næsta á undan henni. Í upphafi er býst maður við mikilli spennu en svo tekur við frásögn um daglegt líf Harrys og ekkert spennandi gerist fyrr en í síðustu köflunum. En síðustu kaflarnir voru þó spennandi. Nú kemur spillir. Snape drepur Dumbledore. Það hefur gríðarlega mikið að segja fyrir bækurnar enda Dumbledore ein mikilvægasta persóna bókanna og nú veit maður loksins hvort Snape er góður eða vondur. En í heildina séð ekkert sérstök. Bókin er þó aðeins styttri sem er ágætt enda enginn þörf að skrifa svo lngar bækur ef það gerist ekki mikið í þeim.
Nú ætlast ég hreinlega til þess að Rowling bæti upp fyrir síðustu tvær bækur og klári þessa bókaröð almennilega.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sko..ég vil potter feigann í 7undu bókinni! muhahahaha..ég hef mínar ástæður