laugardagur, desember 23, 2006

Þorláksmessuhugleiðingar ´06

Ég hef ákveðið að hafa það að venju að rita hugleiðingar mínar á Þorláksmessu hér á bloggið mitt. Hugarfar mitt núna er eiginlega bara svipað og á Þorláksmessu í fyrra. Ég er allt í einu farin að átta mig á því að jólin eru á morgun. Þorláksmessa er einmitt sá dagur þar sem ég dett inn í jólaskapið. Sérstaklega þegar ég er staddur í miðbænum með MR-kórnum syngjandi jólalög. Ég verð að segja að þetta er mjög góð hefð og gott fyrir fólk, sem er á fullu við jólainnkaup, að slaka aðeins á, staldra við og hlusta á ljúfan kórsöng.
Einnig er gaman að kíkja á mannlífið á Þorláksmessu. Nóg er af fólkinu á Laugarveginum. Ég held líka að það væri ágætis hugmynd að banna umferð bifreiða á Laugarveginum og gera hana að göngugötu á Þorláksmessu. Í raun furða ég mig á því að fólk nenni að keyra þar.

Ég ætla ekki að hafa hugleiðingar mínar lengri að þessu sinni og óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla.

2 ummæli:

Kristján Hrannar sagði...

Gleðileg jól Bjössi, ég vildi að ég hefði verið með í kórnum að syngja á Laugaveginum(þar sem það féll niður í fyrra).

Unknown sagði...

Já, gleðieg jól. En ég minnist þess þó að hafa sungið með kórnum í fyrra á Þorláksmessu.