Ég sá Harry Potter og fangann frá Azkaban í gær. Mér fannst myndin ekkert sérstök. Ég hef lesið bókina þó að ég muni lítið úr henni. Ég ætla ekkert að vera mikið að bera saman bókina og myndina. Mér fannst ósköp lítið gerast í myndinni fram að seinustu atburðarásinni. Eins og allt gerðist í þessari seinustu atburðarrás.
Það var minna gert úr persónunum nema Harry, Hermione, Sirius Black og Lupin. Aðrar persónur s.s. Snape, Draco Malfoy, Ron og Dumbledore voru mjög óáberandi. Og talandi um Dumbledore, Þetta var einhver allt annar Dumbledore en í fyrri myndunum. Þessi virtist ekki jafnfullur af visku eins og sá fyrri. Það þarf að finna nýjan leikara til að leika Dumbledore. Í rauninni fannst mér minna gert úr söguþræðinum og nánast hlaupið í gegn um hann.
Mér fannst myndin í heild sinni engin stórmynd en ég get þó horft á hana mér til skemmtunar og ég bíð spenntur eftir næstu mynd.
Ég hef áhuga á umræðum um myndina á umræðutorginu sem fylgir nýja útlitinu. Endilega segið ykkar skoðanir og leiðréttið mig ef með þarf.
1 ummæli:
Er reyndar ekki búinn að sjá hana, en ég verð snöggur að pósta þegar ég ber hana augum:)
Skrifa ummæli