Í gær sá ég einnig myndina American graffiti frá árinu 1973. Myndin fjallar um síðasta kvöld nokkurra stráka áður en þeir fara í Háskóla. Hún segir frá vinsælum stráki og samband hans við kærustu sína sem fer upp og niður, nördinn sem fær að keyra bílinn hans og tekur sæta stelpu upp í bílinn, gaur sem leitar að stelpu sem blikkaði hann og lendir í útistöðum við gengi og svo spyrnukóng sem situr uppi með 13-14 ára stelpu.
Mér fannst myndin nokkuð skemmtileg. Hún er einföld og fyndin. Þetta er fyrsta unglingamyndin og lýsir hún samfélagi ungmenna árið 1962. Ég hafði gaman af því að sjá þessa mynd og kynnast samféleginu á þeim tímum. Hitt veit ég ekki hvort myndin gefi upp skýra mynd en ég geri ráð fyrir því. Ég myndi gefa myndinni 6,5 í einkunn. Maður Springur ekki úr hlátri en maður hlær Þess má geta að þetta er fyrsta myndin sem Harrison Ford lék í og fyrsta myndin sem George Lucas leikstýrði. Þessi mynd er klassísk, endilega kíkið á hana.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli