Við kepptum við Víking í fótbolta í gær. Við unnum 3-2. Ég stóð mig ágætlega þrátt fyrir nokkur klaufaspörk.
Ég var svo í farskóla leiðtogaefna áðan. Þetta var lokasamveran og þá komu foreldrar með. Það kom svo í hlut föður míns ,sem umboðsmanns biskups, að afhenda viðurkenningarskjöl. Og hann afhenti mér mitt viðurkenningarskjal og brá á það ráð að stíga einu þrepi ofar til að vera hærri en ég. Þetta var bara skemmtilegt kvöld.
Mér er hins vegar ekki skemmt yfir því að nú eru allir skyndilega farnir að tala um skólasundið eftir páskafríið. Ég ætla nú ekki að vera að eyðileggja páskafríið með slíkum áhyggjum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli