föstudagur, febrúar 20, 2004
Eftir að hafa gefið leitana að GSM-símanum á bátinn, þá fór ég ásamt foreldrum mínum til Símans að fá nýt kort. Síma þurtum við þó ekki að kaupa því að það er nóg af gömlum símum sem ekki eru lengur í notkun. Ég fékk nýtt símanúmer og þeir sem vilja vita það skulu bara tala við mig. Þetta nýja slagorð Símans, "Við hjálpum þér að láta það gerast", átti vel við í þessari ferð. Faðir minn er mjög ættrækinn (ég er það reyndar líka) og á meðan við biðum eftir þjónustu hitti hann ættfræðing. Hann talaði lengi við manninn og náðu þeir vel saman, talandi um ættfræði. Og hver hjálpaði föður mínum að láta það gerast? Jú, Síminn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli