Myndin fjallar um L.B. Jeffries, atvinnuljósmyndara sem er fótbrotinn og hefur ekkert betra að gera en að líta út um gluggann og njósna um nágranna sína. Dag einn verður hann var við grunsamlegt athæfi hjá einum manni. Hann grunar morð enda bendir ýmislegt til þess. Hann byrjar að fylgjast með manninum og reynir að fá rannsóknalögreglumann með sér í að leysa gátuna en rannsóknarlöggan trúir honum ekki því að ýmislegt annað bendir til þess að konan sem á að hafa verið myrt, sé á lífi.
Rear window er mjög áhugaverð mynd. Sögusviðið er einfalt. Myndin gerist öll í íbúð Jeffries og í bakgarðinum þar sem sjá má inn í marga glugga. Og í einum glugganum ásamt íbúðinni gerist sagan. En þrátt fyrir einfaldleikann er myndin mjög spennandi og maður veit ekki fyrr en í lokin hvort að morð hafi verið framið eða hvort maðurinn sé klikkaður. Það þarf því ekki mikið til að gera spennandi sögu. Þetta er mjög góð mynd og hvet ég ykkur til að sjá hana.
Til gamans í lokin:
- Aðalkvenpersónan er leikin af Grace Kelly sem giftist furstanum af Mónakó eftir kvikmyndaleikferil sinn og lést svo í bílslysi 1982.
- Gert var grín að myndinni í The Simpsons þegar Bart fótbrotnaði og hélt svo að Ned Flanders hefði drepið konu sína.
1 ummæli:
Góð gagnrýni, ég kíki á þessa við tækifæri
Skrifa ummæli