laugardagur, apríl 17, 2004

Það er orðið of langt síðan ég skrifaði síðast. Þar hefur ýmislegt gerst. Ber þar hæst að nefna að ég fór að ganga Fimmvörðuhálsinn með unglingadeild björgunarsveitarinnar. Fyrir þá sem ekki vita er Fimmvörðuháls 22 km gönguleið sem liggur á milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls og er lagt af stað frá skógum og gengið í Þórsmörk (eða öfugt). Við lögðum að stað mjög seint og löbbuðum í myrkri. Við voruð svoítið lengi að ganga þetta og við stoppuðum eftit 2 km. þá var ákveðið að snúa við því að við áttum 6 tíma göngu eftir og svo var leiðin ekki öll fær. Við gengum því aftur til Skóga og keyrðum upp í Þórsmörk. Það tók langan tíma að keyra til Þórsmerkur því vegurinn var slæmur og myrkrið var mikið. og svo þegar á leiðarenda var komið fékkst engin gisting í skála. Við sváfum því aðeins í rútunni en það var orðið bjart þegar við stoppuðum. Eftir það fórum við í stutta gönguferð og síðan bara heim.

Annars hefur lítið gerst nema að ég byrjaði í skólanum og fór í klippingu.

Svo vil ég að lokum einnig hvetja ykkur til að skrifa undir þennan lista!

Engin ummæli: