miðvikudagur, desember 27, 2006
laugardagur, desember 23, 2006
Þorláksmessuhugleiðingar ´06
Ég hef ákveðið að hafa það að venju að rita hugleiðingar mínar á Þorláksmessu hér á bloggið mitt. Hugarfar mitt núna er eiginlega bara svipað og á Þorláksmessu í fyrra. Ég er allt í einu farin að átta mig á því að jólin eru á morgun. Þorláksmessa er einmitt sá dagur þar sem ég dett inn í jólaskapið. Sérstaklega þegar ég er staddur í miðbænum með MR-kórnum syngjandi jólalög. Ég verð að segja að þetta er mjög góð hefð og gott fyrir fólk, sem er á fullu við jólainnkaup, að slaka aðeins á, staldra við og hlusta á ljúfan kórsöng.
Einnig er gaman að kíkja á mannlífið á Þorláksmessu. Nóg er af fólkinu á Laugarveginum. Ég held líka að það væri ágætis hugmynd að banna umferð bifreiða á Laugarveginum og gera hana að göngugötu á Þorláksmessu. Í raun furða ég mig á því að fólk nenni að keyra þar.
Ég ætla ekki að hafa hugleiðingar mínar lengri að þessu sinni og óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla.
Einnig er gaman að kíkja á mannlífið á Þorláksmessu. Nóg er af fólkinu á Laugarveginum. Ég held líka að það væri ágætis hugmynd að banna umferð bifreiða á Laugarveginum og gera hana að göngugötu á Þorláksmessu. Í raun furða ég mig á því að fólk nenni að keyra þar.
Ég ætla ekki að hafa hugleiðingar mínar lengri að þessu sinni og óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla.
miðvikudagur, desember 20, 2006
Jólatónleikar
Jólatónleikar MR-kórsins voru haldnir áðan og heppnuðust bara býsna vel. Tónleikarnir hlutu einróma lof áhorfenda sem ómuðu af gleði. Við uppskárum eins og við sáðum og eftir miklar æfingar og mikla taugaþreytu á síðustu metrunum tókst okkur að skila efninu bara vel frá okkur. Þar bar hæst "A Ceremony of Carols" eftir Benjamin Britten við fagran undirleik Sólveigar á hörpu.
Fyrir þá sem misstu af veislunni, þá verðum við í miðbænun á Þorláksmessu ef veður leyfir.
Að lokum vil ég hvetja MR-inga til að ganga í kórinn eftir áramót.
Fyrir þá sem misstu af veislunni, þá verðum við í miðbænun á Þorláksmessu ef veður leyfir.
Að lokum vil ég hvetja MR-inga til að ganga í kórinn eftir áramót.
sunnudagur, desember 17, 2006
fimmtudagur, desember 07, 2006
Að læra (ekki) fyrir próf.
Það gleðjast ekki margir yfir jólaprófum. Ég geri það nú ekki beinlínis en tek þeim þó með ró. Ef til vill aðeins of mikilli. Það má segja að ég sé kominn í nokkurs konar vítahring letis og þreytu. Ég hef aldrei verið svona latur í jólaprófum fyrr. Augnlokin þyngjast er ég opna námsbækurnar. Ég er vís til að fá mér blund, kíkja á netið (hvað er ég að gera núna), fá mér eitthvað nasl o.s.frv. Svo er ég alltaf syfjaður. Kaffið er á þrotum á það sinn þátt í því. Ég er einn heima og nenni ekki út í búð að kaupa mér meira kaffi. Ég er farinn að finna fyrir fráhvarfseinkennum. Ég er farinn að halda að kaffileysið sé uppspretta vítahringsins.
Nú halda eflaust einhverjir að ég sé á hálum ís. Svo er ekki, mér hefur hingað til gengið ágætlega enda hef ég tilhneigingu til að bjarga mér á prófum.
Hver væri ekki til í einn svona kaffibolla?
Nú halda eflaust einhverjir að ég sé á hálum ís. Svo er ekki, mér hefur hingað til gengið ágætlega enda hef ég tilhneigingu til að bjarga mér á prófum.
Hver væri ekki til í einn svona kaffibolla?
þriðjudagur, desember 05, 2006
þriðjudagur, nóvember 28, 2006
mánudagur, nóvember 20, 2006
laugardagur, nóvember 04, 2006
Árstíðirnar fimm
Nú er komið að mínum árlega jólanöldurspistli. Nóvember er rétt byrjaður og jólaauglýsingarnar eru farnar að láta sjá sig í blöðunum. Í matvöruverslunum er nú boðið upp á jólasmákökur og malt-appelsín blönduna. Ikea og slíkar verslanir eru líka farnar að vera ansi jólaskrautlegar á þessum tíma. Reyndar minnir mig að ástandið hafi verið verra í fyrra. Það breyir því hins vegar engu að ég sé mér þörf til að nöldra. Það á ekki að byrja að auglýsa fyrir jólin í október. Það á að byrja á fyrsta sunnudag í aðventu. Þegar jólaauglýsingar byrja svon snemma dregur það úr hátíðleika jólanna þegar þau loksins koma. Þau verða orðin ansi hversdagsleg. Ég er farinn að spyrja mig hvort jólin séu hátíð eða árstíð sem hefjast seinni partinn í október,ná hámarki á jóladag og lýkir snemma í janúar? Það liggur við að hægt sé að tala um árstíðirnar fimm: Vetur, vor, sumar, haust, jól.
fimmtudagur, október 19, 2006
Tilbúinn kjúklingur
Ég er búinn að vera einn heima þó nokkrum sinnum síðustu daga. Þá er það alltaf sama spurningin: „Hvað á ég að hafa í kvöldmat?“ Eftir miklar vangaveltur endar það alltaf með sömu niðurstöðunni: „Æ, ég skrepp bara út í Melabúðina og kaupi mér tilbúinn kjúkling.“ Mig langar alltaf til að breyta til en mér dettur aldrei í hug neitt nýtt svo það endar alltaf með því að ég fer út í Melabúðina og kaupi mér tilbúinn kjúkling. Þannig festist ég í þessari venju. Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn nokkuð leiður á honum. En það verður hins vegar seint sagt að ég sé ósjálfbjarga. Skyldi það vera tilbúinn kjúklingur næsta kvöld þegar ég er einn heima?
fimmtudagur, september 28, 2006
sunnudagur, september 03, 2006
Sunnudagsþankar
Þetta flýgur í gegn um huga minn þessa stundina:
Ég horfði á hið margauglýsta viðtal við Davíð Oddsson í Kastljósinu. Ég kom inn þegar Davíð sagði eitthvað á þessa leið: "Ég svaraði mönnum bara þegar mér hentaði." Já, hann viðurkennir greinilega að hafa gefið skít í andstæðinga sína með svona einræðislegum tilburðum. Annars verð ég að viðurkenna að ég er sammála honum um að Ólafur Ragnar hefði frekar átt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðarinnar heldur en fjölmiðlafrumvarpinu. En Davíð er þó bara fortíð núna, eða hvað?
Hindúasiður er flókin trú.
Þessi frétt er frekar skemmtileg. Þá sérstaklega þegar talað er um Arndísi Sveinsdóttur og NSF. Jón Sigurðsson er líka fyndinn með sínar yfirlýsingar. En að öllu gamni slepptu þá er ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingarinnar góður kostur.
Staða kvennaknattspyrnunar á Íslandi er áhyggjuefni. Sérstaklega þegar lið ákveður að mæta ekki. Fjölmiðlar kunna ekki skýringu á þessu. Ætli skýringin liggi ekki bara hér
Iceland film festival stendur yfir. Ég verð að drífa mig í bíó (þeir sem þekkja mig best vita að ég dríf mig sjaldan til að gera eitthvað sniðugt). Einhver til?
Íslenskt orð yfir "að brainstorma"? Að skjóta þönkum? Einhver með betri tillögur?
Hið daglega amstur heldur áfram, alltaf nóg að gera og lítill tími til að slaka á. Ég leyfi mér nú samt að slaka á inn á milli.
Hvað ætli fljúgi í gegn um huga minn á morgun?
Ég horfði á hið margauglýsta viðtal við Davíð Oddsson í Kastljósinu. Ég kom inn þegar Davíð sagði eitthvað á þessa leið: "Ég svaraði mönnum bara þegar mér hentaði." Já, hann viðurkennir greinilega að hafa gefið skít í andstæðinga sína með svona einræðislegum tilburðum. Annars verð ég að viðurkenna að ég er sammála honum um að Ólafur Ragnar hefði frekar átt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðarinnar heldur en fjölmiðlafrumvarpinu. En Davíð er þó bara fortíð núna, eða hvað?
Hindúasiður er flókin trú.
Þessi frétt er frekar skemmtileg. Þá sérstaklega þegar talað er um Arndísi Sveinsdóttur og NSF. Jón Sigurðsson er líka fyndinn með sínar yfirlýsingar. En að öllu gamni slepptu þá er ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingarinnar góður kostur.
Staða kvennaknattspyrnunar á Íslandi er áhyggjuefni. Sérstaklega þegar lið ákveður að mæta ekki. Fjölmiðlar kunna ekki skýringu á þessu. Ætli skýringin liggi ekki bara hér
Iceland film festival stendur yfir. Ég verð að drífa mig í bíó (þeir sem þekkja mig best vita að ég dríf mig sjaldan til að gera eitthvað sniðugt). Einhver til?
Íslenskt orð yfir "að brainstorma"? Að skjóta þönkum? Einhver með betri tillögur?
Hið daglega amstur heldur áfram, alltaf nóg að gera og lítill tími til að slaka á. Ég leyfi mér nú samt að slaka á inn á milli.
Hvað ætli fljúgi í gegn um huga minn á morgun?
Flokkur/-ar:
íslenskt mál,
íþróttir,
menning og dægurflugur,
stjórnmál
mánudagur, ágúst 21, 2006
Litið yfir sumarið
Að ganga Laugaveginn í blíðskaparveðri, njótandi fallegrar náttúru við hvert sjónmál, verður að teljast góður endir á blautu, en þó ágætu, sumri.
Sumarið hefur verið bara ágætt hjá mér í ár. Mér finnst samt eins og ég hafi ekki gert neitt nema að vinna og nú er það allt í einu liðið. Vinnan var ágæt. Ég var að vinna í Fossvogskirkjugarði í sumar. Ósköp venjuleg garðyrkjuvinna sem snýst um að gera garðinn fínan fyrir 17. júní og svo slaka á eftir það. Ég held að ég hafi orðið latari eftir því sem á sumarið leið. Það skemmdi heldur ekki fyrir að flokkstjórinn minn var þekktur í garðinum sem "pásukóngurinn". Félagslífið var líka nokkuð gott og kirkjugarðapartýin ágæt. Líkurnar á því að ég endi þar næsta sumar verða að teljast nokkuð miklar.
Ég hef lítið gert í sumar, sem telst frásagnahæft, fyrr en um helgina en þá gekk ég laugaveginn ásamt föður mínum og systkinum mínum. Það er aldeilis ástæða fyrir því að Laugavegurinn er vinsæl gönguleið. Landslagið er einstaklega fallegt og síbreytilegt. Það er unum að ganga þessa leið og njóta fallegrar náttúru. Það vaknar meira að segja upp þjóðerniskennd í mér þegar ég sé hvað Ísland er fallegt land.
En nú er sumarið senn á enda og skólinn að byrja. Það er alltaf nokkuð spennandi að byrja aftur í skólanum og sjá hvað nýtt ár felur í skauti sér. Hver ætli verði kórstjóri MR-kórsins á næsta ári?
Sumarið hefur verið bara ágætt hjá mér í ár. Mér finnst samt eins og ég hafi ekki gert neitt nema að vinna og nú er það allt í einu liðið. Vinnan var ágæt. Ég var að vinna í Fossvogskirkjugarði í sumar. Ósköp venjuleg garðyrkjuvinna sem snýst um að gera garðinn fínan fyrir 17. júní og svo slaka á eftir það. Ég held að ég hafi orðið latari eftir því sem á sumarið leið. Það skemmdi heldur ekki fyrir að flokkstjórinn minn var þekktur í garðinum sem "pásukóngurinn". Félagslífið var líka nokkuð gott og kirkjugarðapartýin ágæt. Líkurnar á því að ég endi þar næsta sumar verða að teljast nokkuð miklar.
Ég hef lítið gert í sumar, sem telst frásagnahæft, fyrr en um helgina en þá gekk ég laugaveginn ásamt föður mínum og systkinum mínum. Það er aldeilis ástæða fyrir því að Laugavegurinn er vinsæl gönguleið. Landslagið er einstaklega fallegt og síbreytilegt. Það er unum að ganga þessa leið og njóta fallegrar náttúru. Það vaknar meira að segja upp þjóðerniskennd í mér þegar ég sé hvað Ísland er fallegt land.
En nú er sumarið senn á enda og skólinn að byrja. Það er alltaf nokkuð spennandi að byrja aftur í skólanum og sjá hvað nýtt ár felur í skauti sér. Hver ætli verði kórstjóri MR-kórsins á næsta ári?
fimmtudagur, júlí 06, 2006
Íslenska á alþjóðavettvangi.
Í kvöldfréttunum í Ríkissjónvarpinu áðan sá ég blaðamannafund með Ólafi Ragnari Grímssyni og Karolos Papoulias, forseta Grikklands. Það vakti athygli mína að hann talaði þar á ensku, þrátt fyrir að vera staddur á heima á Fróni og að Papoulias talar ekki ensku sem móðurmál. Nú er þetta að sjálfsögðu ekki einsdæmi því íslenskir embættismenn tala alltaf ensku á erlendum blaðamannafundum, jafnvel þótt hinn viðmælandinn tali sjálfur ekki ensku sem og minnihluti þjóðar hans. Þá spyr ég sjálfan mig: "Af hverju geta embættismenn aldrei notað íslenskuna á alþjóðavettvangi." Þá segja kannski aðrir: Af því að aðeins 300.000 manns skilja hana en allir skilja enskuna." Þrátt fyrir að miklu fleiri skilji ensku þá er alltaf hægt að fá túlk til að þýða íslenskuna yfir á ensku. Íslenskan er fallegt tungumál sem flestir Íslendingar eru stoltir af. Af hverju ekki að hampa henni meira á erlendri grundu og sýna að við erum stoltir af henni? Það er líka gaman fyrir fólk í öðrum löndum að hlusta á fleiri tungumál þótt það skilji ekki endilega tungumálið. Mér finnst. t.d. gaman að sjá viðtal við Jaques Chirac talandi frönsku með sínu handapati þótt ég skilji hann ekki mikið.
Það myndi ylja mér um hjartarætur að heyra íslenskuna talaða á alþjóðavettvangi.
Það myndi ylja mér um hjartarætur að heyra íslenskuna talaða á alþjóðavettvangi.
mánudagur, júlí 03, 2006
Listi yfir týnda hluti
Ég hef sett inn lista yfir hluti sem ég hef týnt, inn á bloggið mitt. Ég fékk þá hugdettu þegar ég var að leita að ökunámsbókinni minni og var að setja hana á listann þegar ég fann hana. Nú eru á listanum hlutir sem eru búnir að vera týndir lengi og býst ég ekki við að sjá þá aftur. Þessi listi er til gamans gerður og einnig fyrir mig sjálfan til að minna mig á hvað ég get verið mikill skussi.
sunnudagur, júní 25, 2006
Án titils
Gott framtak hjá Skjá 1: Að sýna Woody Allen myndir á sunnudagskvöldum.
Slæmt framtak hjá Skjá 1: Að sýna jafn ómerkilega spennuþætti á borð við "Wanted" á undan Woody Allen myndunum.
Slæmt framtak hjá Skjá 1: Að sýna jafn ómerkilega spennuþætti á borð við "Wanted" á undan Woody Allen myndunum.
laugardagur, júní 03, 2006
Halldór út en framsókn áfram á niðurleið.
Stórtíðindi virðast vera framundan í íslenskum stjórnmálum. Halldór Ásgrímsson virðist ætla að taka á sig skellinn og segja af sér sem formaður framsóknarflokksins og jafnvel sem forsætisráðherra. Ég græt nú ekki brotthvarf hans úr stjórnmálum. Mér finnst að hann hefði átt að segja af sér sem utanríkisráðherra eftir að hafa, ásamt Davíð Oddssyni sem þá hefði líka átt að segja af sér, lýst yfir stuðningi við árásarstríð án þessa að hafa Alþingi eða þjóðina með í ráðum. En hins vegar myndi ég ekki gera hann ábyrgan fyrir slöku gengi Framsóknarflokksins í sveitastjórnakosningunum. Fólkið veit að Framsóknarflokkurinn er stefnulaus flokkur sem hagar seglum eftir vindi og engin þörf fyrir þá í íslenskum stjórnmálum. Hrókeringar innan flokksins og stólaskipti í hinni útbrunnu rískisstjórn eru algerlega gagnlaus og munu ekki bjarga honum. Mikið hlakka ég til næstu Alþingiskosninga. Þá verður loksins komin vinstristjórn.
mánudagur, maí 29, 2006
fimmtudagur, maí 18, 2006
Eurovisiontilfinning
Okkar lag var best, hin lögin voru ömurleg, fokking* Austur-Evrópulöndin sem kjósa hvert annað.
Gamla góða "Eurovision tilfinningin" sem við upplifum hvert ár er hið íslenska lag nær ekki nógu góðum árangri.
*Blótsyrði í tilefni þess að allt varð vitlaust er Sylvía Nótt notaði það í myndbandi sínu.
Gamla góða "Eurovision tilfinningin" sem við upplifum hvert ár er hið íslenska lag nær ekki nógu góðum árangri.
*Blótsyrði í tilefni þess að allt varð vitlaust er Sylvía Nótt notaði það í myndbandi sínu.
miðvikudagur, maí 10, 2006
föstudagur, apríl 28, 2006
28. apríl
Þann 28. apríl árið 1945 var Benito Mussolini tekinn af lífi af skæruliðum.
44 árum síðar fæddist ég.
44 árum síðar fæddist ég.
fimmtudagur, apríl 06, 2006
GB: Spurt að leikslokum
Í tilefni þess að Gettu betur er lokið í ár vil ég tjá þanka mína um þá keppni núna.
Ég vil byrja á því að óska strákunum í MA til hamingju með sigurinn. Þeir eiga sigurinn innilega skilið. Eftir að þeir slógu okkur út var ég alveg viss um að þeir stæðu uppi sem sigurvegarar í ár.
Fyrir úrslitaleikinn spáði ég því að Versló myndi leiða eftir hraðaspurningarnar en svo myndi MA síga fram úr og vinna keppnina. Það rættist nema að MA náðu öruggri forystu eftir hraðann og juku smátt og smátt við hana og sigruðu örugglega. Verslingar stóðu sig ágætlega en þei áttu einfaldlega ekki möguleika í gríðarsterka lið MA.
Eftir að við duttum út úr GB hélt ég að sjálfsögðu áfram að fylgjast með henni. Eftir að hafa séð hraðann hjá öðrum liðum hugsaði ég ávallt með mér: "Við hefðum rústað þeim í hraðanum og svo unnið keppnina." Síðan rann það jafn óðum upp fyrir mér að við rústuðum MA í hraðanum en töpuðum samt. Einnig hugsaði ég líka oft á þennan veg er ég sá MA: "Bara ef þríþrautin hefði verð aðeins öðruvísi eða Tryggvi í MA hefði ekki gert heimasíðu um Bern [sem Atli Freyr kallaði "Raufarhöfn Evrópu"]." En það þýðir ekki að vera að svekkja sig yfir svona hlutum.
Ég er alla vegana feginn að Gettu betur sé lokið í ár og þá get ég hætt að svekkja mig. MA verðskuldar titilinn fyllilega en á næsta ári ætlum við að vinna þessa keppni. Við eigum nú skilið smá heppni.
Ég vil byrja á því að óska strákunum í MA til hamingju með sigurinn. Þeir eiga sigurinn innilega skilið. Eftir að þeir slógu okkur út var ég alveg viss um að þeir stæðu uppi sem sigurvegarar í ár.
Fyrir úrslitaleikinn spáði ég því að Versló myndi leiða eftir hraðaspurningarnar en svo myndi MA síga fram úr og vinna keppnina. Það rættist nema að MA náðu öruggri forystu eftir hraðann og juku smátt og smátt við hana og sigruðu örugglega. Verslingar stóðu sig ágætlega en þei áttu einfaldlega ekki möguleika í gríðarsterka lið MA.
Eftir að við duttum út úr GB hélt ég að sjálfsögðu áfram að fylgjast með henni. Eftir að hafa séð hraðann hjá öðrum liðum hugsaði ég ávallt með mér: "Við hefðum rústað þeim í hraðanum og svo unnið keppnina." Síðan rann það jafn óðum upp fyrir mér að við rústuðum MA í hraðanum en töpuðum samt. Einnig hugsaði ég líka oft á þennan veg er ég sá MA: "Bara ef þríþrautin hefði verð aðeins öðruvísi eða Tryggvi í MA hefði ekki gert heimasíðu um Bern [sem Atli Freyr kallaði "Raufarhöfn Evrópu"]." En það þýðir ekki að vera að svekkja sig yfir svona hlutum.
Ég er alla vegana feginn að Gettu betur sé lokið í ár og þá get ég hætt að svekkja mig. MA verðskuldar titilinn fyllilega en á næsta ári ætlum við að vinna þessa keppni. Við eigum nú skilið smá heppni.
þriðjudagur, mars 28, 2006
Hneyksli hjá KR
Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið og núna fyrir að hafa æft fótbolta með KR. Ástæðan er þessi. Það er alveg til háborinnar skammar að vera að niðurlægja konur á þann hátt sem gert var á Herrakvöldinu sem haldið var um daginn.
Ef einhver spyr, þá er ég núna Gróttumaður enda hef ég æft handbolta þar.
Ef einhver spyr, þá er ég núna Gróttumaður enda hef ég æft handbolta þar.
þriðjudagur, mars 21, 2006
Enn ein getraunin
fimmtudagur, mars 16, 2006
laugardagur, mars 11, 2006
föstudagur, mars 03, 2006
Gettu betur
Þá er ljóst að við munum ekki hampa hljóðnemanum í ár eftir tap gegn MA 26-24. Við byrjuðum vel og náðum 5 stiga forystu í hraðanum en það dugði ekki. MA náði að jafna eftir fyrri vísbendingaspurningar og leiddi svo með tveimur stigum fyrir þríþrautina. Við vissum svarið við henni en svöruðum ekki því sem dómarinn vildi fá.
Ég verð að viðurkenna að það var nokkuð svekkjandi að tapa þessari viðuregn. Við vorum ekkert síðra lið en MA en heppnin var með þeim í kvöld. En MA-ingar voru bara góðir og það verður ekki tekið af þeim. Lið þeirra hefur ágæta reynslu enda voru tveir þeirra í úrslitunum í fyrra. Ég held að þetta lið vinni í ár.
Ég segi bara takk fyrir mig og óska MA-ingum góðs gengis í Gettu betur. Við mætum með óbreytt lið á næsta ári og þá munum við vinna.
Ég verð að viðurkenna að það var nokkuð svekkjandi að tapa þessari viðuregn. Við vorum ekkert síðra lið en MA en heppnin var með þeim í kvöld. En MA-ingar voru bara góðir og það verður ekki tekið af þeim. Lið þeirra hefur ágæta reynslu enda voru tveir þeirra í úrslitunum í fyrra. Ég held að þetta lið vinni í ár.
Ég segi bara takk fyrir mig og óska MA-ingum góðs gengis í Gettu betur. Við mætum með óbreytt lið á næsta ári og þá munum við vinna.
laugardagur, febrúar 25, 2006
Friðarsúlan
Yoko Ono ætar að setja upp friðarsúlu í Reykjavík, nánar tiltekið Viðey. Ég verð að segja að mér finnst þetta skemmtileg hugmynd. Friðarsúlan felur í sér góðan boðskap og mun setja skemmtilegan svip á borgina. Ég tel það vera heiður fyrir Reykjavík og Ísland að Yoko vilji hafa friðarsúluna í Viðey. En af einni ástæðu finnst mér ekki rétt að hafa hana á landinu. Mér finnst það ekki fara saman að hafa þessa friðarsúlu í landi með ríkisstjórn sem styður allan stríðsrekstur Bandaríkjanna í algerri blindni.
Ég vil þó að friðarsúlan rísi hér í Reykjavík. Hún samræmist draumum mínum um að Ísland verði boðberi friðar á alþjóðavettvangi.
Friðarsúlan mun passa vel inn í landið árið 2007 þegar Íslendingar verða búnir að kjósa sér vinstristjórn sem styður ekki stríð.
Ég vil þó að friðarsúlan rísi hér í Reykjavík. Hún samræmist draumum mínum um að Ísland verði boðberi friðar á alþjóðavettvangi.
Friðarsúlan mun passa vel inn í landið árið 2007 þegar Íslendingar verða búnir að kjósa sér vinstristjórn sem styður ekki stríð.
laugardagur, febrúar 11, 2006
Lögmál Björns Reynis
Vegna mikillar sjálfsdýrkunnar verð ég að nefna eitt lögmál eftir mér.
Lögmál Björns Reynis hljómar svona:
Lögmál Björns Reynis hljómar svona:
Sama hvar þú ert, þú gleymir alltaf einhverju.
þriðjudagur, janúar 24, 2006
Gettu betur
Í kvöld sigruðum við ME 26-17. Við fórum reyndar illa af stað í hraðanum (að fara illa af stað í hraða er ansi taugatrekkjandi) en við náðum þó 20 stigum. Sigurinn var aldrei í hættu eftir hraðann.
Við erum því komnir í sjónvarpið og á morgun verður dregið í 8-liða úrslit. Það verður spennandi að sjá hverjir mótherjar okkar verða. Persónulega langar mig mest til að keppa á móti Versló af tveimur ástæðum. 1) Hafsteinn, vinur minn og gamall félagi úr Nema hvað? er í liðinu. 2) Gamli góði MR-ví rígurinn.
Annars skiptir það litlu máli hverja við fáum í 8-liða úrslitum.
Í lokin verð ég að viðurkenna að það er ansi skrýtið að keppa við lið sem er ekki á staðnum.
Við erum því komnir í sjónvarpið og á morgun verður dregið í 8-liða úrslit. Það verður spennandi að sjá hverjir mótherjar okkar verða. Persónulega langar mig mest til að keppa á móti Versló af tveimur ástæðum. 1) Hafsteinn, vinur minn og gamall félagi úr Nema hvað? er í liðinu. 2) Gamli góði MR-ví rígurinn.
Annars skiptir það litlu máli hverja við fáum í 8-liða úrslitum.
Í lokin verð ég að viðurkenna að það er ansi skrýtið að keppa við lið sem er ekki á staðnum.
mánudagur, janúar 16, 2006
Týnt veski
Ég veit að ég segi þetta oft en veskið mitt er týnt. Í þetta skiptið er það ekki í skólatöskunni minni. Ég er farinn að hafa verulegar áhyggjur.
Ágætis byrjun
Þá er fyrsta keppnin búin. Þetta var bara nokkuð öruggt hjá okkur, 26-5. Ég er bara sáttur.
Einn liðsmaður FB var ekki svo ólíkur Frank.
Einn liðsmaður FB var ekki svo ólíkur Frank.
miðvikudagur, janúar 11, 2006
Nú er nóg komið!
DV er ljótur blettur á samfélaginu. Eftir að sjálfsmorð er framið, í kjölfar frétt þess, standa ritstjórar blaðsins fast við sína stefnu og sýna engin merki um iðrun og ábyrgð. Ég er farinn að efast um að þeir séu mannlegir. Ritstefna DV verður seint talin mannúðleg. Sjálfsmorðið er afleiðing hennar og ætti önnum að vera ljóst hversu hættuleg hún getur verið.
Ef þið eruð ekki nú þegar búin að skrifa undir hvet ég ykkur til að gera það strax.
Ef þið eruð ekki nú þegar búin að skrifa undir hvet ég ykkur til að gera það strax.
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Án titils
Það var bara nokkuð gaman að mæta aftur í skólann í dag. Cösukjallarinn hefur verið opnaður en hann hafði verið lokaður frá því ég byrjaði í MR. Skólaþorpið hefur tekið á sig nýja mynd og stemmingin er öðruvísi í skólanum. Ég verð þó að viðurkenna að ég hálfsakna kakólandsgámsins. Ég held að ég sé einn um það.
Nýjustu tíðindin eru svo þau að við mætum Fjölbrautarskólanum í Breiðholti í fyrstu umferð í Gettu betur. Viðuregnin fer fram þann 16. janúar kl. 20:00 í útvarpshúsinu. Mér líst bara nokkuð vel á þessa viðuregn.
Nýjustu tíðindin eru svo þau að við mætum Fjölbrautarskólanum í Breiðholti í fyrstu umferð í Gettu betur. Viðuregnin fer fram þann 16. janúar kl. 20:00 í útvarpshúsinu. Mér líst bara nokkuð vel á þessa viðuregn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)