laugardagur, nóvember 04, 2006
Árstíðirnar fimm
Nú er komið að mínum árlega jólanöldurspistli. Nóvember er rétt byrjaður og jólaauglýsingarnar eru farnar að láta sjá sig í blöðunum. Í matvöruverslunum er nú boðið upp á jólasmákökur og malt-appelsín blönduna. Ikea og slíkar verslanir eru líka farnar að vera ansi jólaskrautlegar á þessum tíma. Reyndar minnir mig að ástandið hafi verið verra í fyrra. Það breyir því hins vegar engu að ég sé mér þörf til að nöldra. Það á ekki að byrja að auglýsa fyrir jólin í október. Það á að byrja á fyrsta sunnudag í aðventu. Þegar jólaauglýsingar byrja svon snemma dregur það úr hátíðleika jólanna þegar þau loksins koma. Þau verða orðin ansi hversdagsleg. Ég er farinn að spyrja mig hvort jólin séu hátíð eða árstíð sem hefjast seinni partinn í október,ná hámarki á jóladag og lýkir snemma í janúar? Það liggur við að hægt sé að tala um árstíðirnar fimm: Vetur, vor, sumar, haust, jól.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
frábærlega komið frá þér!
Ég er svoooooooo sammála þessu að þetta er eins og talað úr mínu hjarta. Ég neita að mæta í kringluna og á alla stærri staði þangað til þann fyrsta desember.
Góðar pælingar með fimm árstíðir. Líka mjög flott þetta í horninu. Hélt eitt augnablik að það væri komin Ikea auglýsing á bloggið.
Jólaauglýsingar gera mig þunglynda vegna þess að ég veit að áður en ég get notið þess sem þær auglýsa þá þarf ég að ljúka tveimur fyrirlestrum, þremur eða fjórum ritgerðum og þremur heimaprófum.
Mér finnst auglýsingar í október eða nóvember vera grimmd í garð námsmanna.
Brynhildur:
Gott hjá þér að sniðganga Kringluna. Það geri ég líka, reyndar fer ég mjög sjaldan í kringluna en það er annað mál.
Bjarki:
Smelltu á "Ikea augýsinguna" í horninu. Þá sérðu meira.
Nanna:
Ekki hafa áhyggjur af því sem þú þarft að vinna í námimu. Hlakkaðu til að ljúka því. Það er skemmtilegra
Held það sé alveg pæling að setja lögbann á þessar auglýsingar...... sammála þér.
Hahaha, þetta er alltaf jafn skemmtileg pæling. Mér leiðast kókómjólkurfernurnar sérstaklega. Ég var einmitt að velta fyrir mér hvort ekki gæti verið spennandi að banna jólaauglýsingar þangað til 1. desember og hafa þungar refsingar við brotum. Það gæti kryddað aðeins hversdagsleikann svona síðustu mánuði ársins.
Tilkynning: http://kaninka.net/arngrimurv/2006/11/19/ut-er-komin-bok/
Jæja. Jólabókaflóðið er víst hafið.
Skrifa ummæli