laugardagur, apríl 09, 2005
Leiðinlegur endir á Íslandsmótinu
Þá er þáttöku okkar á Íslandsmótinu í handbolta lokið. Við kepptum á móti FH í gær og er skemmst frá því að segja að FH-ingar eru betri en við. Við náðum okkur alls ekki á strik í gærkvöldi og ég er enn á þeirri skoðun að það á að banna leiki á föstudagskvöldum. Í dag kepptum við tvo leiki. Fyrri leikurinn var á móti HK. Sá leikur var spennandi en því miður töpuðum við með einumarki. Það var nú dómarinn sem réði úrslitunum í lokin með því að dæma löglegt mark af mér. Eftir tapið áttum við einn leik eftir sem skipti engu máli þar sem möguleikar um þriðja sætið voru úr sögunni. Sá leikur var gegn KA og við töpuðum enda höfðum við ekkert til að keppa um. Þannig að íslandsmótið er bara búið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
þan´nig fór um sjóferð þá!
Skrifa ummæli