Í dag hefði HC Andersen orðið 200 ára. Ég kíkti aðeins á þessa hátíð sem var höfð til minningar honum. Það var greinilega mikið lagt í að gera þessa hátið sem glæsilegasta og ekkert sparað. Mér finnst eiginlega vera of mikill glamúr í kringum þessa hátíð. Óskarinn blikknar í samanburði við hana. Það er of mikið lagt upp úr því að fá einhverjar stjörnur í þetta. Mér fannst til dæmis algerlega óþarfi að hafa Tinu Turner þarna syngjandi lagið "Simply the best". Að vísu er lagið gott en hvað hefur það að gera með HC Andersen. Mér fannst stundum farið aðeins of mikið út fyrir efnið. Reyndar get ég ekki dæmt hátíðina til fulls þar sem ég missti athyglina og vissi varla út á hvað atriðin gengu of fann oftar en ekki tengslin við ævintýrin (hafi þau þá verið til staðar).
Ég get því vel skilið gagnrýni Dana í garð þessarar hátíðar. Með öllum herlegheitunum og stjörnunum fór kostnaður algerlega fram úr áætlun sem þýddi að minna fé fór í góðgerðarmálið, verkefnið gegn ólæsi, sem safnað var fyrir.
En nú vil ég frekar tala um Hans sjálfan. Ég hef haft mikið dálæti á honum síðan ég var krakki. Ég fekk áhugann efftir að hafa horft á teiknimynd um Ljóta andarungan. Það er reyndar svolítið kaldhæðnislegt að teiknimyndin var mjög mikið skálduð og brá m.a. fyrir einhverjum kanínum og krókódílum. Reyndar þá er mörgum teiknimyndum ,byggðum á ævintýrum hans, hagrætt fyrir börnin enda geta ævintýri hans verið átakanleg fyrir hjartað. Eftir að ég kynntist sögunni um Ljóta andarungann komu fleiri í kjölfarið og maður kynntist ævintýrum hans smátt og smátt. Svo fyrir nokkrum árum byrjaði maður að lesa nokkur ævintýri hans eins og þau eru skrifuð og þau eru mjög skemmtileg. Ég á að vísu eftir að lesa þó nokkur ævintýri eftir hann og ætli maður kíki ekki á einhver á næstuni og lesi mér til um ævi hanns sem ég hef fengið smá innsýn í. Mér finnst ég vita allt of lítið um hann miðað við dálæti mitt á honum.
Uppáhaldsævintýrið mitt mun ábyggilega vera Ljóti andarunginn. Sú saga snertir mann mikið og hvet ég aðra til að lesa hana óhagrædda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli