laugardagur, apríl 23, 2005

Plant með klukkutíma fyrirvara

Kl. 19:00 í gærkvöldi var ég farinn að sjá svolítið eftir því að hafa ekki nælt mér í miða á Robert Plant. Þá fékk ég óvænt boðsmiða á tónleikana. Helga, frænka mín vinnur á Þingvöllum og hitti Plant og hljómsveit hans er þeir heimsóttu staðinn. Helga fékk svo boðsmiðana og einhvern bláan "after show" miða. Svo var haldið á tónleikana ásamt mömmu, Helgu og Bíbí, dóttur hennar. Tónleikarnir voru ágætir. Ég var reyndar ekki að búast við miklu enda er þetta nú ekki Led Zeppelin. Hann tók lög frá sólóferli sínum í bland við gömul Led Zeppelin lög. Ég hafði mest gaman að indí-ballöðunum. Svo voru rokklögin líka góð. Það var reyndar eitt sem kom mér á óvart. Ske hitaði upp. Annars var fátt sem kom mér á óvart enda vissi ég ekki á hverju ég ætti von. Það eina sem ég bjóst við var að hann tæki "Innflytjendasönginn" sem hann gerði (að vísu í rólegri útgáfu en venjulega). Eftir að tónleikunum var lokið fórum við að hitta Plant. Við fórum inn í eitthvað herbergi þar sem hann var ásamt fleiru fólki. Svo ætlaði einhver íslenskur karl að reka mig, mömmu og Bíbí út. Þegar við vorum á leiðinni út kom einhver annar karl sem var með Plant og sagði eitthvað í þessa áttina: "Wait, these people are with Helga." Og við fengum að koma aftur inn. Svo hitti ég Plant og tók í höndina á honum. Já, ég er ekki að ljúga, ég tók í höndina á Robert Plant. Ég er í sjöunda himni. Kvöldið var fullkomið.

Engin ummæli: