- Afstaðan gegn samkynhneigðum. Hvað er að hommum og lesbíum? Samkynhneigðir eru líka fólk.
- Afstaðan gegn getnaðarvörnum. HIV, þarf ég að nefna meira til að sýna að þessi afstaða er rugl
- Afstaðan gegn því að konur fái að vera prestar. Bara eitthvað rugl sem kaþólska kirkjan tók upp á tímum þar sem konur voru kúgaðar og hefur ekkert að gera með biblíuna.
- Afstaðan gegn öðrum kristnum trúfélögum. Hann heldur að kaþólska kirkjan sé eitthvað æðri en aðrar.
- Afstaðan gegn rokktónlist. Á karlinn sér líf? Rokktónlist er góð tónlist Hann ætti að sjá Jesus Christ Superstar.
- Hann vill sporna gegn fækkun í kaþólsku kirkjunni með íhaldssemi. Það er bara fyndið.
En eftir allt þá er páfinn bara venjulegur maður þó sumir haldi að hann sé eitthvað meira.
32 ummæli:
Ég er sammála þér með hinn nýja páfa mér líst illa á hann, ég hefði viljað sjá Francis Arinze frá Nigeríu valinn, ég reyndar veit það ekki en ég trúi ekki öðru en að hann yrði aðeins meira líbó þegar kemur að getnaðarvörnum (sem og á fleiri sviðum). En ég held að það sé enn langt þar til afrískur maður setjist á páfastól aftur. Af raunhæfu kandídötunum hefði ég verið sáttari við ítalska kardínálann Carlo Maria Martini.
Ég er samt ósammála þér með eitt, ég held að fyrir rétta manninn geti verið skemmtilegt að vera páfi. Algjörlega full tryggð við kirkjuna...
Ég vil benda á einn misskilning hjá mönnum: Kardínálar frá Afríku eru einmitt þeir sem berjast harðast gegn getnaðarvörnum, þ.á.m. smokkum.
Ég spyr þig líka Björn, hefur þú nokkurn tíma lesið Biblíunna? Þessi maður er guðfræðingur og hefur eflaust lesið það einhvers staðar út að konur eigi ekki að vera prestar, hvort sem að mönnum finnst það sanngjarnt eða ekki, þá mega menn hafa skoðanir á hlutunum.
Hugsaðu aðeins áður en þú rausar bara því Benedikt XVI hefur nú gefið það út að vilji stuðla að einingu meðal kristinna manna.
Mér finnst að þú ættir að halda barnalegum kommentum eins og: „Á karlinn sér líf?“ fyrir sjálfann þig. Hann má hafa sínar skoðanir á rokktónlist.
Í heild mjög vanhugsað blogg hjá þér.
Kv.
Júlli
Segir ekki viðurnefnið Panzerkardinal meira en margt annað?
Ég vil ekki vera að svara fyrir han Björn Reyni, en fyrir mitt leyti vil ég fá svör við nokkrum spurningum. Júlli, þér virðist mikið í mun að páfinn fái að hafa sínar skoðanir, og þar er ég alveg sammála, en er Björn réttlaus að því leytinu? Má hann ekki hafa skoðanir á páfanum rétt einsog páfinn hefur skoðanir á rokktónlist? Eða hefur Páfinn fengið einkarétt á skoðunum?
Þætti líka væntum einhverskonar tilvitnun sem styður að konur geti ekki orðið prestar úr biblíunni. Því sú "skoðun" ein og sér að kvenmenn geti ekki orðið prestar hefur álíka mikinn rétt á sér og sú "skoðun" að jörðin sé flöt.
Vissulega má Björn hafa skoðanir en það er nú ansi gróft að segja að maðurinn eigi sér ekki líf. Það er mjög barnalegt komment og páfi hefur vissulega ekki einkarétt á skoðunum þó svo að hann hafi fullan rétt til að hafa sínar eigin skoðanir.
Ég er ekki guðfræðingur og er einungis að benda á augljósa staðreynd að Hans Heilagleiki hljóti að hafa eitthvað fyrir sér í því (sem og allir aðrir Páfar þar á undan) að vera á móti því að konur verði prestar.
Mér finnst líka annað sem menn eru að gera og það er að fella dóm of fljótt yfir Páfa og sannast það einkum á því að Björn talar hér um afstöðu hans til annara trúfélaga. Hins vegar er það bara eðlilegt að hann telji kaþólsku kirkjuna æðri, sérstaklega í ljósi þess að hann er nú æðsti yfirmaður hennar. Sjálfur tel ég t.d. að í hinni evangelísku kirkju sé margt mun betra en í þeirri kaþólsku.
Enn eitt sem ég vil benda á: Fólk viðrist vera mjög á móti hinum nýja Páfa þó að hann hafi ekkert gert, hvorki til góðs né ills, enn sem komið er. Mér sýnist sem hann ætli að halda áfram stefnu forvera síns og að miklu leyti er það bara gott enda barðist hann gegn ýmsu slæmu, t.d. kommúnisma og kúgun fólks í heiminum. Því get ég ekki sagt neitt slæmt um hann á þessari stundu og finnst mér að fólk eigi að fella dóm yfir honum eftir andlát hans en ekki þegar hann hefur einungis verið 1 dag í embætti.
Og svo langar mig að spyrja Björn að einu: Hefur þú persónulega miklar áhyggjur af fækkun í kaþólsku kirkjunni?
Og eitt enn: Björn var ekki aðeins að fella dóm sinn um rokktónlist heldur einnig yfir skoðun Páfa og það var það sem mér mislíkaði.
Ef (ég sagði ef) afrísku kardinálarnir eru mest á móti getnaðarvörnum þá er gott að þeir séu ekki páfar. Því miður eru bara allt of mikið af þeim íhaldssamir
Það má vel vera að hann sé betur að sér í biblíunni en kaþólska kirkjan tók upp fleiri hugmyndir heldur en þær sem standa í biblíunni. Þeir tóku upp hugmyndir Tómasar frá Aquino. Tómas tók sínar hugmyndir frá Aristóteles sem var hin versta karlremba. Ég efast því um þessar hugmyndir komi frá Jesú enda boðaði hann. Predikaði hann ekki um að allir væru jafnir. Svo er líka alltaf spurning spurning hvernig menn túlka biblíuna.
Svo las ég það á vísi að hann hefði sagt að aðrar kristnar kirkjur en sú kaþólska væru ófullnægjandi. Þess vegna sagði nefndi ég það um hann. Svo byrjaði hann núna að boða einingu.
Og þér finnt ég barnalegur, mér er nokkuð sama. Mér finnst skoðanir hanns á rokktónlist alveg út í hött þó að ann megi s.s. hafa þær. Að segja svona um alla rokktónlist. Og eins og Hafsteinn benti á má ég líka hafa skoðanir og þær hef ég. Þakka þér fyrir það Hafsteinn.
Það er því góður grundvöllur fyrir orðum mínum og ég orða hlutina bara á minn hátt, barnalegan líka. Sættu þig við það.
Annars máttu eiga það að þú skrifaðir undir nafni sem ekki allir gera.
Já, þegar ég birti mitt svar hafði ég ekki séð seinna svar Júlla. Kannski ég sé grófur. En ég má samt hafa skoðanir á skoðunum hans. Ég er ekkert að gefa í skyn að ég vilji honum illt.
Og vissulega gerði Jóhennes Páll II marga góða hluti. En stefna hans var nú ekki fullkomin. Þessi íhaldssemi er nú eiginlega úr takt við tímann. Mér sýnist þeir á köflum ekki vara að reyna að höfða til fólksins. Þá er ekki skrýtið að fólki fækkar í kaþólsku kirkjunni. Ég hef nú ekki áhyggjur að því enda Lútherskur. En mér finnst samt fyndið að hann reyni að sporna gegn fækkuninni með íhaldssemi. Hann ætti frekar að reyna ná til fólksins og segja að hann sé vinur þeirra en ekki reyna vera einhver drottnari. Jesús lifði með fátæku fólki og sýndi því vináttu með predikun sinni en lét ekki eins og drottnari.
Og þó að við hann hafi ekki gert neitt sem páfi vitum við skoðanir hans sem ræður hvað hann gerir sem páfi.
Og þó að hann sé æðsti maður kaþólsku kirkjunnar þarf hann ekki að telja hana æðri frekar en aðrir trúarleiðtogar. Allar kirkjudeildir eru jafnar. Eftir allt trúa þær allar á einn guð.
Vissulega er margt rétt í því sem þú segir en ekki gleyma því að kirkjan á að vera haldreipi og klettur í lífi fólks en á ekki að fylgja "tískustraumum". Þar að auki hefur íhaldssemi aldrei drepið neinn.
Þú talar um Páfa sem drottnara en ég bendi á orð hans í gær: „Kæru bræður og systur, eftir hinn mikla páfa Jóhannes Pál II hafa kardínálarnir valið mig, einfaldan og auðmjúkan verkamann í víngarði drottins.“ Þetta finnst mér amk bera vott um auðmýkt. En ég bendi aftur á það að mér finnst að það eigi ekki að dæma fólk fyrirfram heldur af verkum þess og þess vegna finnst mér svona gagnrýni fyrirfram vera ómakleg.
Er það endilega jákvætt að nýji páfinn vilji stuðla að einingu meðal kristinna manna, júlli? Vill hann þá ekki stuðla að einingunni á sínum forsendum? Allir á móti hommum?
Jæja smá útúrdúr, hef annars afar lítinn áhuga á páfanum og mörgu tengdu því. Hefur voðalega lítil áhrif á hvernig ég mun lifa mínu lífi og hvaða skoðanir ég hef.
En það sem ég vildi sagt hafa hér er ætlað litla frænda, sá að ekki minni pési en fréttablaðið vitnar í bloggsíðu þína, eða reyndar tekur það ekki fram beinum orðum. Ég vissi að þetta væri komið héðan en varð að rannsaka málið til hlítar. Jæja, annað var það ekki, stendur þig vel kappi.
Ég er nú ekki að tala um neina tískustrauma. Samfélög þróast ogkaþólska kirkjan getur líka þróast.
Svo væri ég alveg til í að sjá páfann á McDonalds eða á rokktónleikum eða áa rölti í venjulegum fötum til að undirstrika það að hann sé jafningi fólksins. Geri hann það skal ég éta þessi orð ofan í mig.
Er það ekki helst til langt gengið að vilja sjá Páfann á Makkanum?:D En annars er nokkuð til í því að gefa skuli Panzerkardínálanum sjens á að sýna stefnu sína sem páfi, en ef hún verður sú sama og stefna hans áður en hann settist á páfastól er ekki mikið að hlakka til.
Annars veit ég ekki hvort það sé rétt að flokka einfalt umburðarlyndi fyrir náunganum sem tískustraum. Vissulega er það kannski ekkert annað en pólitísk rétthugsun sem vill til að sé í deiglunni um þessar mundir að líta á samkynhneigða sem jafningja og notkun getnaðarvarna á "Ground Zero" HIV smita sem sjálfsagðan hlut, en ég vil allavega flokka það sem sjálfsagða skynsemi og grundvallar umburðarlyndi að leyfa fólki að haga sínu lífi einsog það vill, svo fremi að aðrir verði ekki fyrir sköddun.
Svo var annað sem ég vildi endilega heyra annarra skoðanir á, af hverju völdu þeir svona gamlan kandídat? Hefði haldið að þeir myndu frekar spara þá gömlu sem skyndilausn þegar ósætti væri um næsta Páfa, en hann var kosinn samdægurs, sem gefur til kynna sátt um kosið. Heyrði kenningu um að kardínálarnir væru allir á höttunum eftir sæti Páfa og vildu að röðin kæmi sem fyrst að sér, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Of langt gengið? Þó McDonalds sé ekki mjög virtut staður er þetta nú samt sem áður matur sem hægt er að neyta (í hófi). Ég myndi alls ekki telja páfann minni mann fyrir vikið. En hann þarf þess auðvitað ekki.
Hann verður feginn að heyra það;) En það væri saga til næsta bæjar ef hann léti verða af því, ég skal ekki neita því:)
Það gæti aldrei verið stuðlað að einingu einhliða og verð ég að segja að ég held að þú vitir betur Siggi.
Mér finnst nú ansi fyndið hvernig talað er um páfa hér og ég held að hann líti ekki á sig sem eitthvað æðri Jóni Jónssyni út í bæ og hef ekki séð neitt sem bendir til þess að hann líti svo á sig og á það bæði við um nýkjörin páfa sem og Jóhannes Pál II.
Já, ég veit ekki með það, en ég held að það sé mikið til í því að auðmýkt sé ekkert vandamál. Fannst einmitt flott hjá honum þetta með vinnumanninn í víngarðinum.
SIGGA:
ég er ekki sátt með páfann heldur...ekki mundi ég vilja að hann væri pabbi minn! oneii
íbbi hérna langar að benda á eitt skemmtilegt:
"enda barðist hann gegn ýmsu slæmu, t.d. kommúnisma" finnst þetta nú hálf fyndið, ekki eins og menn sem aðhyllast kommúnisma séu eitthvað verri menn.
íbbi aftur, þetta var kannski frekar ílla orðað hjá mér, það sem ég meinti er að kommúnismi er nú ekkert verri en aðrar stjórnmálastefnur.
Gaman að þér skuli finnast það fyndið, hvernig talað er um páfann hér enda má líka hlæja að honum. Það sem ég er að fara er það að hann há má veita sér frelsi til að lifa eins og hver annar maður þó það sé ekki nema í einn dag fyrst að hann líti sá sig sem jafningja hinna.
Já þú segir nokkuð. En málið er að páfi er ekki beint venjulegur maður þannig lagað. Það væru eflaust margir sem myndu reyna hreinlega að drepa hann. Maður sem er andlegur leiðtogi fyrir 1.1 milljarð af mönnum er ekki venjulegur.
Og kommúnisminn var og er slæm stefna eins og hún var framkvæmd í Sovétríkjunum. Raunar er ég þeirrar skoðunnar að kommúnismi sé nú almennt séð bara slæmur. Og ég vil benda á að Pólverjum er enn í dag mjööög illa við Rússa út af kommúnismanum og hvernig Rússarnir mergsugu Pólland á Sovét-tímanum.
Vissulega er það rétt að einhverjir brjálæðingar vilji drepa hann en hefur hann ekki nóg af lífvörðum. Fyrir utan það að hann óttast ekki dauðann. Jóhannes Páll II lét náða þann sem reyndi að drepa hann. Þó að hann sé ekki venjulegur (hver er venjulegur) þá getur hann alveg verið það. Ég trúi ekki að þessi 1.1 milljarður af mönnum fyrilíti hann fyrir vikið.
Ég ætla ekki mikið að verja Sovétríkinn og kommúnismann. Kjósi fólk kommúnismann á hann alveg rétt á sér. Ég tel hins vegar að sósíalisminn sé góður kostur.
Ein spurning: Ef hann á að vera það sem þú kallar „venjulegur“ í einn dag yrði hann þá ekki að vera án lífvarða? Það getur varla talist mjög venjulegt að maður sé með eins og tylft af lífvörðum í kringum sig. Og þó að páfi óttist ekki dauðann þá er alger óþarfi að storka honum (þ.e. dauðanum). Og ég sagði aldrei að þessi 1.1 milljarður myndi fyrirlíta hann fyrir vikið.
Eitt sem ég vil leiðrétta: Jóhannes Páll II lét ekki náða manninn sem skaut hann, heldur fyrirgaf hann honum. Árásarmaðurinn situr nú í fangelsi í Tyrklandi.
Ég þekki ekki það land í A-Evrópu sem kaus yfir sig kommúnisma en ég segi að kommúnismi og sósíalismi séu af sama meiði og því báðir slæmir kostir þó að ég myndi velja, af tvennu illu, sósíalisma.
Mér þótti skemmtilegt að sjá hvað Krumma í Mínus finnst um skoðanir páfa á rokktónlistinni, en Krummi er sjálfur kaþólskur. Krummi er ánægður með það að páfinn sé á móti rokktónlist, því það stuðlar að því að fleiri hlusti á hana. Mér finnst það góður punktur og verð að vera sammála Krumma. Sterkur leikur hjá Benna sextánda að vera á móti rokkinu held ég.
En í alvörunni Björn Reynir. Af hverju ætti þér ekki að vera sama þótt páfinn sé á móti rokktónlist ? Þú ert ekki kaþólikki er það ? Þá breytir það nú varla miklu máli hvað þér finnst um skoðun páfa á þessu.
ég lýsi júlla sigurvegara þessara umræðna
Hver segir að þessar umræður séu búnar. Og hver myndi taka mark á vitleysingi sem þoir ekki að kommenta undir nafni. Voðalega eru menn duglegir að kommenta án nafns
Og venjulegur maður hefur kannski ekki lífverði. Það er kannski rétt. En það er alltaf hægt að finna einhvern friðsælan stað fyrir páfann til að fara í frí. Sósíalismi og kommúnismi eru ekki eins. sósíalisminn er mun hófsamari og góð stefna sem vill velferð fyrir alla.
Ég held nú að páfi fari einungis í frí á friðsæla staði. En það breytir því ekki sem ég sagði að venjulegir menn hafa ekki lífverði og því gæti páfi ekki verið "venjulegur maður" í einn dag nema að hann segi skilið við lífverði sína.
Hvað sósíalisma og kommúnisma varðar, þá sagði ég ekki að þeir væru eins, einungis að þeir væru af sama meiði, þ.e. þeir eiga sama uppruna. Vissulega er sósíalismin hófsamari stefna en hvort hún er góð er annað mál en þar er ég ekki sammála.
Ég skil ekki þessa röksemdafærslu, að bara af því maður sé ekki Kaþólskur má maður ekki hafa skoðun á páfanum og hans skoðunum, því þetta er eitthvað sem ég rek mig sífellt á þegar ég segi hvað mér finnst um hann. Má maður ekki hafa skoðanir á GW Bush þó maður sé ekki Bandaríkjamaður? Þetta er jú alveg sama röksemda færsla. Ef maður ætlar ekki að hafa skoðun á neinu sem ekki snertir mann beint, þá er maður nú ekki með margar skoðanir er það? Annars finnst mér sjálfsagt að hafa skoðanir á fólki sem hefur þvílíkt mótunarvald og Páfinn og Bush og fleiri, því við búum jú í sömu veröld og þessi 1.1 milljarður manna sem er kaþólskur og tekur kannski mark á Páfanum. Ekki segja mér að það hafi ekki áhrif á mann.
Svo efast ég nú um að það sé ætlun Páfa að fá fólk til að hlusta á rokk með því að vera á móti henni, svo ég skil ekki hvers vegna það er sterkur leikur hjá honum? Skemmtilegt sjónarhorn á það samt frá Krumma:) mikið til í því.
"Anonymous said...
ég lýsi júlla sigurvegara þessara umræðna "
-Ha??
Svo er eitt Björn, ég skil ekki af hverju það er eitthvað issjú að páfinn fari ekki á McDonalds, er það eitthvað nýtt tákn um auðmýkt? Mér finnst sjálfsagt að líta á Páfann sem jafningja þó hann fari ekki á skyndibitastaði. Afi og amma, sem þó eru yngri en hann, borða aldrei hamborgara eða fara á rokktónleika, ég held samt að þau séu alveg á sama leveli og ég og þú. Held að auðmýkt sé auðsýnd á fleiri vegu en þú vilt meina, t.d. einsog að standa á svölum Vatíkansins og tala um sjálfan sig sem verkamann, þrátt fyrir að vera nýkjörinn einn af valdamestu mönnum heims, einsog Júlli benti á.
Páfinn má alveg ráða sér sjálfum. Ég ætla svo sem ekki að skipta mér mikið honum. Þetta eru bara hugmyndir um hvað hann á að gera. Hann þarf ekkert að vera venjulegur. En við erum öll sammála um að hann sé jafn öðrum mönnum.
Allavega er hann enginn Guð, svo mikið er víst.
Ég er nú ekki sammála því að páfi sé samt bara venjulegur maður. Þú þarft augljóslega að vera afburða greindur og vera feykilega vel að þér til að verða páfi. Þú þarft m.a. að kunna nokkur tungumál og eitthvað fleira þannig að þetta eru allt menn sem eru feykilega vel að sér.
Og plís ekki fara að taka einhverja spillta miðaldapáfa inn í þetta sem dæmi um mann sem var ekki vel að sér því það er ekki issue-ið hér.
Skrifa ummæli