fimmtudagur, apríl 28, 2005
Ég á enn afmæli !
Mér finnst skrýtið að af öllum dögum ársins þá er afmælisdagurinn minn í dag. Og áður en ég veit af, þá er hann liðinn. Annars eru afmælisdagar ekki jafn skemmtilegir og þegar maður var lítill. Í raun eru þeir eins og hver annar dagur þegar maður er orðinn 16 ára (eða 21 árs).
Ég á afmæli í dag.
Ég er víst aðeins eldri en ég ætlaði mér. Ég á nú bara að vera 16 ára.
You Are 21 Years Old |
21 Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe. 13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world. 20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences. 30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more! 40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax. |
laugardagur, apríl 23, 2005
Plant með klukkutíma fyrirvara
Kl. 19:00 í gærkvöldi var ég farinn að sjá svolítið eftir því að hafa ekki nælt mér í miða á Robert Plant. Þá fékk ég óvænt boðsmiða á tónleikana. Helga, frænka mín vinnur á Þingvöllum og hitti Plant og hljómsveit hans er þeir heimsóttu staðinn. Helga fékk svo boðsmiðana og einhvern bláan "after show" miða. Svo var haldið á tónleikana ásamt mömmu, Helgu og Bíbí, dóttur hennar. Tónleikarnir voru ágætir. Ég var reyndar ekki að búast við miklu enda er þetta nú ekki Led Zeppelin. Hann tók lög frá sólóferli sínum í bland við gömul Led Zeppelin lög. Ég hafði mest gaman að indí-ballöðunum. Svo voru rokklögin líka góð. Það var reyndar eitt sem kom mér á óvart. Ske hitaði upp. Annars var fátt sem kom mér á óvart enda vissi ég ekki á hverju ég ætti von. Það eina sem ég bjóst við var að hann tæki "Innflytjendasönginn" sem hann gerði (að vísu í rólegri útgáfu en venjulega). Eftir að tónleikunum var lokið fórum við að hitta Plant. Við fórum inn í eitthvað herbergi þar sem hann var ásamt fleiru fólki. Svo ætlaði einhver íslenskur karl að reka mig, mömmu og Bíbí út. Þegar við vorum á leiðinni út kom einhver annar karl sem var með Plant og sagði eitthvað í þessa áttina: "Wait, these people are with Helga." Og við fengum að koma aftur inn. Svo hitti ég Plant og tók í höndina á honum. Já, ég er ekki að ljúga, ég tók í höndina á Robert Plant. Ég er í sjöunda himni. Kvöldið var fullkomið.
fimmtudagur, apríl 21, 2005
Báráttunni er ekki lokið
Ég gladdist mikið þegar ég frétti um hóp breskra umhverfissinna sem eru að skipuleggja alþjóðleg mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun. Þeir reka síðuna www.savingiceland.org. Þeir hafa mikinn áhuga á íslenskri náttúru ólíkt mörgum Íslendingum sem eru blindari en nýfæddir kettlingar fyrir náttúrunni. Þeim er líka annt um ímynd Íslands sem ríkisstjórnin gerir sitt besta til að spilla. Ég hvet ykkur til að kíkja á síðuna.
þriðjudagur, apríl 19, 2005
Benedikt 16
Þá eru kardinálarnir búnir að velja sér nýjan páfa. Mér líst ekkert allt of vel á hann. Hann er of íhaldssamaur. Nokkur dæmi
En eftir allt þá er páfinn bara venjulegur maður þó sumir haldi að hann sé eitthvað meira.
- Afstaðan gegn samkynhneigðum. Hvað er að hommum og lesbíum? Samkynhneigðir eru líka fólk.
- Afstaðan gegn getnaðarvörnum. HIV, þarf ég að nefna meira til að sýna að þessi afstaða er rugl
- Afstaðan gegn því að konur fái að vera prestar. Bara eitthvað rugl sem kaþólska kirkjan tók upp á tímum þar sem konur voru kúgaðar og hefur ekkert að gera með biblíuna.
- Afstaðan gegn öðrum kristnum trúfélögum. Hann heldur að kaþólska kirkjan sé eitthvað æðri en aðrar.
- Afstaðan gegn rokktónlist. Á karlinn sér líf? Rokktónlist er góð tónlist Hann ætti að sjá Jesus Christ Superstar.
- Hann vill sporna gegn fækkun í kaþólsku kirkjunni með íhaldssemi. Það er bara fyndið.
En eftir allt þá er páfinn bara venjulegur maður þó sumir haldi að hann sé eitthvað meira.
mánudagur, apríl 18, 2005
Án titils
Fréttablaðið vitnaði í mig í dag. þeir tóku brot úr pistli mínum um heimsóknina í Versló og birtu í einni frétinni. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem þeir vitna í mig. Þeir tóku einnig brot úr grein minni um kennaraverkfallið sem ég skrifaði á vinstri.is í september. Já, fréttablaðið er greinilega eitthvað hrifið af mér.
sunnudagur, apríl 17, 2005
föstudagur, apríl 15, 2005
Verslókynning 2
Undanfarna daga hef ég mikið bloggað um framhaldsskóla. Ég ætla að halda því áfram hér. Tilefnið er heimsókn í Verslunarskóla Íslands og vegum Gettu-betur liðsins þar (bæði liðsmenn og þjálfarar). Það er margt sem hægt er að segja um þá heimsókn. T.d. þá erum við komnir með verndarengil í Versló, hann Stefán Einar.
Okkur strákunum úr Nema hvað liðinu var boðið í heimsókn í Versló ásamt strákunum úr Laugarlækjarskóla. Eins og lesendur hafa tekið eftir, þá hef ég verið mjög yfirlýsingaglaður og neikvæður í garð Versló. En þeir hringdu í Hagaskóla og ég talaði svo við einn þeirra sem vildi fá okkur og sagði hann mér að svarnir óvinir okkar yrðu þarna (ég vissi ekkert um hvað hann var að tala um).
En þá að kynningunni. Við byrjuðum á því að skoða bókasafnið og hittum þar Steinunni á bókasafninu sem er kona Einars skólastjóra. Þar hefur liðið einmitt góða aðstöðu enda bókasafnið glæsilegt.
Eftir það fórum við í græna salinn. Við fengum ágæta fræðslu um námið þar frá námsráðgjafanum og nóg af lesefni. Svo byrjuðu strákarnir að tala um gettu betur. Þeir buðu okkur upp á flatbökur og þær voru vel þegnar enda var ég banhungraður. Þeir eru mjög metnaðaðarfullir í gettu betur og gera allt til að fá okkur í Versló. Þeir buðu okkur gull og græna skóga. Má nefna skólagjalda- og einingaafslátt. Einnig töluðu þeir um það hvað við yrðum valdamiklir og öruggir í Versló og jafnvel æðri en aðrir("þið verðið ekki almennir 3.bekkingar"). Þeir hafa greinilega mjög góð tengsl við skólastjórnina.
Það sást alveg á þeim hverjir voru keppinautarnir. Það voru MR. Þeir skutu mest á hann og töluðu þeir eins og þeir væru hættir að geta eitthvað í GB. Einnig skynjaði ég smá hroka í garð allra hinna menntaskólanna (MR ekki meðtalinn) og mátti túlka að þeir væru eitthvað verri .Þer töluðu líka eins og þeir hefðu unnið keppnina 11 ár í röð og væru langbestir og að enginn annar skóli gæti unnið keppnina. En þrátt fyrir allt voru þeir ósköp vingjarnlegir, þeir vilja okkur vel og við náðum ágætlega saman yfir flatbökumáltíðinni.
Einn þeirra var þó áberandi leiðtoginn í hópnum, það var hann Stefán Einar. Hann er mjög staðfastur og einnig ögrandi. Það fór hins vegar í taugarnar á mér hvað hann var mikil karlremba. En talaði eins og stelpur gætu ekki tekið þátt í spurningakeppnum en bjargaði sér þó fyrir horn með því að segja að þær væru of samviskusamar í náminu sem er ekkert slæmt. Svo var það karlrembuhúmorinn. Hann talaði eins og ljóskur í Versló væru sjálfsagður hlutur handa okkur og einnig talaði hann um þær sem druslur eftir að ég hafði talað um druslur sem lélegar sjálfrennireiðar. Ég vona að stúlkur í Versló láti þetta ekki ganga yfir sig.
En það er einnig margt gott í fari hans. Hann veit auðvitað mjög mikið og sérstaklega fróður um guðfræðina. Hann spurði okkur hver yrði næsti páfi. Ég bjargaði mér með því að segja: "Ítalski kardinálinn." Einnig vill hann okkur ósköp vel. Hann hefur heitið okkur vernd í Versló. Þess vegna kallaði ég hann Verndarengilinn.
Eftir þessa heimsókn hafa fordómar mínir í garð Versló minnkað. Þeir hafa sannfært mig um að Versló sé góður skóli með gott fólk. Mér finnst það líka heiður að einn framhaldsskóli sé á höttunum á eftir mér. En ég ætla í MR og því fær engu haggað. Ég hef fjallað um þessa heimsókn með kostum hennar og göllum. Ég vil endilega heyra álit ykkar hvort sem þið eruð í Versló eða MR eða bara enn í grunnskóla. Ég lýsi hér með umræðuna opna. Takk fyrir mig.
Okkur strákunum úr Nema hvað liðinu var boðið í heimsókn í Versló ásamt strákunum úr Laugarlækjarskóla. Eins og lesendur hafa tekið eftir, þá hef ég verið mjög yfirlýsingaglaður og neikvæður í garð Versló. En þeir hringdu í Hagaskóla og ég talaði svo við einn þeirra sem vildi fá okkur og sagði hann mér að svarnir óvinir okkar yrðu þarna (ég vissi ekkert um hvað hann var að tala um).
En þá að kynningunni. Við byrjuðum á því að skoða bókasafnið og hittum þar Steinunni á bókasafninu sem er kona Einars skólastjóra. Þar hefur liðið einmitt góða aðstöðu enda bókasafnið glæsilegt.
Eftir það fórum við í græna salinn. Við fengum ágæta fræðslu um námið þar frá námsráðgjafanum og nóg af lesefni. Svo byrjuðu strákarnir að tala um gettu betur. Þeir buðu okkur upp á flatbökur og þær voru vel þegnar enda var ég banhungraður. Þeir eru mjög metnaðaðarfullir í gettu betur og gera allt til að fá okkur í Versló. Þeir buðu okkur gull og græna skóga. Má nefna skólagjalda- og einingaafslátt. Einnig töluðu þeir um það hvað við yrðum valdamiklir og öruggir í Versló og jafnvel æðri en aðrir("þið verðið ekki almennir 3.bekkingar"). Þeir hafa greinilega mjög góð tengsl við skólastjórnina.
Það sást alveg á þeim hverjir voru keppinautarnir. Það voru MR. Þeir skutu mest á hann og töluðu þeir eins og þeir væru hættir að geta eitthvað í GB. Einnig skynjaði ég smá hroka í garð allra hinna menntaskólanna (MR ekki meðtalinn) og mátti túlka að þeir væru eitthvað verri .Þer töluðu líka eins og þeir hefðu unnið keppnina 11 ár í röð og væru langbestir og að enginn annar skóli gæti unnið keppnina. En þrátt fyrir allt voru þeir ósköp vingjarnlegir, þeir vilja okkur vel og við náðum ágætlega saman yfir flatbökumáltíðinni.
Einn þeirra var þó áberandi leiðtoginn í hópnum, það var hann Stefán Einar. Hann er mjög staðfastur og einnig ögrandi. Það fór hins vegar í taugarnar á mér hvað hann var mikil karlremba. En talaði eins og stelpur gætu ekki tekið þátt í spurningakeppnum en bjargaði sér þó fyrir horn með því að segja að þær væru of samviskusamar í náminu sem er ekkert slæmt. Svo var það karlrembuhúmorinn. Hann talaði eins og ljóskur í Versló væru sjálfsagður hlutur handa okkur og einnig talaði hann um þær sem druslur eftir að ég hafði talað um druslur sem lélegar sjálfrennireiðar. Ég vona að stúlkur í Versló láti þetta ekki ganga yfir sig.
En það er einnig margt gott í fari hans. Hann veit auðvitað mjög mikið og sérstaklega fróður um guðfræðina. Hann spurði okkur hver yrði næsti páfi. Ég bjargaði mér með því að segja: "Ítalski kardinálinn." Einnig vill hann okkur ósköp vel. Hann hefur heitið okkur vernd í Versló. Þess vegna kallaði ég hann Verndarengilinn.
Eftir þessa heimsókn hafa fordómar mínir í garð Versló minnkað. Þeir hafa sannfært mig um að Versló sé góður skóli með gott fólk. Mér finnst það líka heiður að einn framhaldsskóli sé á höttunum á eftir mér. En ég ætla í MR og því fær engu haggað. Ég hef fjallað um þessa heimsókn með kostum hennar og göllum. Ég vil endilega heyra álit ykkar hvort sem þið eruð í Versló eða MR eða bara enn í grunnskóla. Ég lýsi hér með umræðuna opna. Takk fyrir mig.
þriðjudagur, apríl 12, 2005
mánudagur, apríl 11, 2005
laugardagur, apríl 09, 2005
Leiðinlegur endir á Íslandsmótinu
Þá er þáttöku okkar á Íslandsmótinu í handbolta lokið. Við kepptum á móti FH í gær og er skemmst frá því að segja að FH-ingar eru betri en við. Við náðum okkur alls ekki á strik í gærkvöldi og ég er enn á þeirri skoðun að það á að banna leiki á föstudagskvöldum. Í dag kepptum við tvo leiki. Fyrri leikurinn var á móti HK. Sá leikur var spennandi en því miður töpuðum við með einumarki. Það var nú dómarinn sem réði úrslitunum í lokin með því að dæma löglegt mark af mér. Eftir tapið áttum við einn leik eftir sem skipti engu máli þar sem möguleikar um þriðja sætið voru úr sögunni. Sá leikur var gegn KA og við töpuðum enda höfðum við ekkert til að keppa um. Þannig að íslandsmótið er bara búið.
þriðjudagur, apríl 05, 2005
laugardagur, apríl 02, 2005
Lengi lifi HC Andersen!
Í dag hefði HC Andersen orðið 200 ára. Ég kíkti aðeins á þessa hátíð sem var höfð til minningar honum. Það var greinilega mikið lagt í að gera þessa hátið sem glæsilegasta og ekkert sparað. Mér finnst eiginlega vera of mikill glamúr í kringum þessa hátíð. Óskarinn blikknar í samanburði við hana. Það er of mikið lagt upp úr því að fá einhverjar stjörnur í þetta. Mér fannst til dæmis algerlega óþarfi að hafa Tinu Turner þarna syngjandi lagið "Simply the best". Að vísu er lagið gott en hvað hefur það að gera með HC Andersen. Mér fannst stundum farið aðeins of mikið út fyrir efnið. Reyndar get ég ekki dæmt hátíðina til fulls þar sem ég missti athyglina og vissi varla út á hvað atriðin gengu of fann oftar en ekki tengslin við ævintýrin (hafi þau þá verið til staðar).
Ég get því vel skilið gagnrýni Dana í garð þessarar hátíðar. Með öllum herlegheitunum og stjörnunum fór kostnaður algerlega fram úr áætlun sem þýddi að minna fé fór í góðgerðarmálið, verkefnið gegn ólæsi, sem safnað var fyrir.
En nú vil ég frekar tala um Hans sjálfan. Ég hef haft mikið dálæti á honum síðan ég var krakki. Ég fekk áhugann efftir að hafa horft á teiknimynd um Ljóta andarungan. Það er reyndar svolítið kaldhæðnislegt að teiknimyndin var mjög mikið skálduð og brá m.a. fyrir einhverjum kanínum og krókódílum. Reyndar þá er mörgum teiknimyndum ,byggðum á ævintýrum hans, hagrætt fyrir börnin enda geta ævintýri hans verið átakanleg fyrir hjartað. Eftir að ég kynntist sögunni um Ljóta andarungann komu fleiri í kjölfarið og maður kynntist ævintýrum hans smátt og smátt. Svo fyrir nokkrum árum byrjaði maður að lesa nokkur ævintýri hans eins og þau eru skrifuð og þau eru mjög skemmtileg. Ég á að vísu eftir að lesa þó nokkur ævintýri eftir hann og ætli maður kíki ekki á einhver á næstuni og lesi mér til um ævi hanns sem ég hef fengið smá innsýn í. Mér finnst ég vita allt of lítið um hann miðað við dálæti mitt á honum.
Uppáhaldsævintýrið mitt mun ábyggilega vera Ljóti andarunginn. Sú saga snertir mann mikið og hvet ég aðra til að lesa hana óhagrædda.
Ég get því vel skilið gagnrýni Dana í garð þessarar hátíðar. Með öllum herlegheitunum og stjörnunum fór kostnaður algerlega fram úr áætlun sem þýddi að minna fé fór í góðgerðarmálið, verkefnið gegn ólæsi, sem safnað var fyrir.
En nú vil ég frekar tala um Hans sjálfan. Ég hef haft mikið dálæti á honum síðan ég var krakki. Ég fekk áhugann efftir að hafa horft á teiknimynd um Ljóta andarungan. Það er reyndar svolítið kaldhæðnislegt að teiknimyndin var mjög mikið skálduð og brá m.a. fyrir einhverjum kanínum og krókódílum. Reyndar þá er mörgum teiknimyndum ,byggðum á ævintýrum hans, hagrætt fyrir börnin enda geta ævintýri hans verið átakanleg fyrir hjartað. Eftir að ég kynntist sögunni um Ljóta andarungann komu fleiri í kjölfarið og maður kynntist ævintýrum hans smátt og smátt. Svo fyrir nokkrum árum byrjaði maður að lesa nokkur ævintýri hans eins og þau eru skrifuð og þau eru mjög skemmtileg. Ég á að vísu eftir að lesa þó nokkur ævintýri eftir hann og ætli maður kíki ekki á einhver á næstuni og lesi mér til um ævi hanns sem ég hef fengið smá innsýn í. Mér finnst ég vita allt of lítið um hann miðað við dálæti mitt á honum.
Uppáhaldsævintýrið mitt mun ábyggilega vera Ljóti andarunginn. Sú saga snertir mann mikið og hvet ég aðra til að lesa hana óhagrædda.
Páfinn allur
Þá er Jóhannes Páll II allur. Hans tími er bara kominn. Hann var ágætur karlinn þrátt fyrir íhaldssemina. En það er alveg furðulegt hvað kaþólska kirkjan er að strita honum út. Það á nú ekki að æviráða menn í nokkur störf.Hann var orðinn svo veikur og samt hélt hann áfram eins og ekkert væri þar til nýafstaðna páska. Það á að leyfa mönnum að hvílast og njóta ellinar.
En það verður forvitnilegt að sjá hver næsti páfi verður. Og lýðræðið verður sko aldeilis varðveitt. Kannski við ættum bara að taka þetta kerfi upp í forsetakosningunum og allir yrðu sáttir.
En það verður forvitnilegt að sjá hver næsti páfi verður. Og lýðræðið verður sko aldeilis varðveitt. Kannski við ættum bara að taka þetta kerfi upp í forsetakosningunum og allir yrðu sáttir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)