föstudagur, janúar 28, 2005

Án titils

Það var ágætur dagur í skólanum í dag. Það var frí í fyrstu tveimur tímunum. Í hléinu fór ég að taka áhugasviðskönnun. Niðurstöður könnuninnar komu mér ekki á óvart og ég var með mestan áhuga á félagslega þættinum. Annars var ég ekki sáttur með það að í könnuninni eru stjórnmál sett í sama flokk og viðskipti og markaðsmál. Sem sagt, að ef maður er góður í viðskiptum eða markaðsmálum þá getur maður farið á þing. Hugsjónir skipta þarna greinilega litlu máli. Þetta eru þau skilaboð sem ég fæ út úr könnuninni. Könnunin er reyndar bandarísk og segir það kannski sitt. Þar í landi duga hugsjónirnar allt of lítið og maður verður að vera í stórum flokki og með fjársterka menn á bak við sig til að ná árangri.
Í íslenskutíma komst ég að því að prófið var upp á 9. Það var eitt svar sem var rétt en ekki gefið fyrir og hækkar það mig í 9.
Svo fórum við í skvass í íþróttafræði. Það varið farið í Veggsport sem er einhvers staðar fyrir utan grafarvog. Þar gerði ég þá uppgötvun að skvass er bara nokkuð skemmtileg íþrótt. Ég er reyndar ekkert sérlega góður en ég held að ég hafi náð tökum á íþróttinni.

Engin ummæli: