fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Bikardraumurinn úti.

Það er langt síðan að ég hef ritað handboltapistla. Ástæðan er kannski sú að mér fannst þær nokkuð leiðinlegar. En alla vegana þá var farið til Selfoss í gær að keppa gegn samnefndu liði þar í undanúrslitum SS bikarins. Við höfðum farið frekar létta leið í undanúrslitin. Unnið Hauka C, Fylki og Aftureldingu. En Selfyssingar eru sterkir og það var alvöruleikur fyrir höndum. Það var margmenni í íþróttahúsinu og Auðvitað langflestir á þeirra bandi. Við höfðum yfirhöndina framan af og náðum 3 marka forystu. Við leiddum með 1 marki í hálfleik. Í þeim síðari gáfum við eftir og Selfyssingar náðu forystunni og unnuleikin með 2 mörkum. Það verður því ekki leikið í Höllinni. Frammistaða mín var eins og liðsins. Ég byrjaði vel, skoraði 5 mörk (af 5 skotum) í fyrri hálfleik en dalaði svo í þeim seinni, skoraði 1 mark og klúðraði færum.

Eftir það var farið á Kentucky fried chicken. Ég fékk mér twister með frönskum og pepsi. Nokkuð sniðug máltíð, twisterinn til að njóta, franskarnar til að gera mann saddan og pepsi með til að skola matnum niðurog njóta í leiðini. Svo var bara farið heim og ég þurfti að læra fyrir þýskupróf sem gekk nokkuð vel.

Engin ummæli: