fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Landakotsskóli endanlega veginn!
Frá vinstri: Ég, Þórður, Hafsteinn og ræðumaðurinn Ari Bragi
Úrslit hverfismeistarakeppninnar í borgarhluta1 fór fram í Frosta í gær. Landakotsskóli var andstæðingurinn öðru sinni. Í fyrri viðuregninni þeirra mættu þeir frekkar slappir til leiks og greip því fyrilliði þeirra, Paul til þess dramatíska ráðs að reka hina tvo og ráða tvo aðra í staðin. Það skilaði sér nokkuð vel því liðið var mun sterkara og vék Paul úr miðjunni fyrir stelpu sem var mjög klár.
Við byrjuðum hraðaspurningarnar ekki vel en náðum þá 15 stigum. Það gerðu Landkytingar líka og náðu svo 3 stiga forystu eftir vísbendingaspurninguna. Eftir þríþrautina náðu þau 5 stiga forystu og var því á brattann að sækja. Við söxuðum á forskotið jafnt og þétt og Ari Bragi og Sindri skiluðu einnig sínu framlagi mjög vel með ræðu sem hinn fyrrnefndi flutti um það hvort leita ætti á nemendum þegar þeir kæmu í skólann. Svo náðum við að jafna og ná 2 stiga forystu þegar að já-nei skrifleguspurningarnar voru eftir. Við náðum 4 stigum gegn 1 þeirra og úrslitin endanlega ráðin. Lokaniðurstaðan var 31-26.
Við erum því komnir í undanúrslit og keppum við þar á móti Húsaskóla. Keppnin fer fram í útvarpshúsinnu næsta mánudag kl. 20:00 og verðum við í beinni á Rás 2
Svona í lokin vil hrósa Landakotsskóla fyrir glæsilega frammistöðu og einnig benda á að myndir frá keppninni má nálgast hér (endilega kíkið á myndina af Eddu og Þórgunni).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Landkytingar.....varstu að finna uppá þessu orði sjálfur Björn?
Hvenær verða undanúrslitin? kv. Óli Jói!
Nei,ég heyrði þetta orð frá þeim sjálfur ef ég man rétt. Svo steingleymdi ég að segja að viðuregnin er næsta mánudag sem er 14.
Ég sé að kommenta kerfið hefur batnað hjá Blogger. Skemmtilegt það.
Skrifa ummæli