sunnudagur, janúar 09, 2005

Njálu myndin.

Var að horfa á myndina Njálssögu . Þetta var nú bara stutt útgáfa af Njálu og eiginlega of stutt. Í myndinni er sá hluti bókarinnar tekinn þar sem deila Gunnars og Otkels er tekin fyrir. Vandamálið er að sá kafli var ekkert kláraður. Deilunni var ekkert lokið og ég reyndar man ekki hvar myndin endaði því að eftir henni komu viðtöl við fullt af fólki og tók það jafnlangan tíma og myndin sjálf. Myndin hefði mátt enda þar sem Gunnar var drepinn og þá væri hans hluta lokið. Svo hefði átt að sleppa þessum viðtölum og gera bara sér heimildarmynd um bókina. Fyrir utan þetta var þó sögunni gerð ágæt skil. Því skal ég s.s. ekki neita.
En í stuttu máli sagt: Meiri saga, minni viðtöl (eða bara sleppa þeim yfir höfuð).

En nú þarf ég að halda áfram að lesa fyrir stærðfræðipróf.

Engin ummæli: