laugardagur, janúar 15, 2005

Neyðarhjálp úr norðri

Það er ekki á hverjum degi sem ég fer inn í Smáralindina. En í dag fór ég ásamt föður mínum, í þeim tilgangi að safna fyrir fórnarlömb flóðanna við Indlandshaf. Það gekk bara nokkuð vel og var baukurinn orðinn nánast fullur hjá okkur. Það var líka fullt af fólki sem var búið að gefa eða ætlaði að gefa seinna. Svo í kvöld er söfnunin í sjónvarpinu. Það eru frekari upplýsingar hérna.

Engin ummæli: