laugardagur, janúar 08, 2005

Davíð segir...

Davíð Oddsson segir að það sé fráleitt að halda því fram að Íslendingar séu þátttankendur í Íraksstríðinu samkvæmt þessari grein. Þessi yfirlýsing er ábyrgðarlausari en yfirlýsingar Halldórs Ásgrímssonar um kennaraverkfallið. Því miður var Ísland á lista hinna vígfúsu ríkja sem var notaður til að réttlæta stríðið og er enn! Þetta er eins og að horfa upp á einelti og hlæja með þegar gerandinn níðist á fórnarlambinu en segjast svo vera saklaus.

Nema þá kannski beri að túlka yfirlýsinguna þanning að Davíð og Halldór séu einir Íslendinga í þessu stríði sem er nú s.s. engin lygi þar sem Íslendingar eru langflestir á móti þessu stríði. En þrátt fyrir það blönduðu þeir allri þjóðinni í þetta og réttast er að þeir biðji hana afsökunar!

Svo einnig í greinni má túlka að Davíð viðurkennir að Íslendingar hafi horfið af braut friðar með ingöngu í NATO. Ísland á bara að segja sig úr NATO og byrja að boða hin kærleiksríka friðarboðskap.

Svo segir Davíð líka að mun friðvænlegra væri væri í heiminum eftir fráfall Yasser Arafat. Ég held að það hafi ekki mjög mikil áhrif. Heimurinn yrði afur á móti mun friðvænlegri ef það væri hægt að koma Ariel Sharon og hinum morðóða Texas-kúreka Bush frá völdum, það er á hreinu.



Engin ummæli: