föstudagur, ágúst 22, 2008

Um komandi vetur

Komandi vetur lofar góðu og er ég mun betur stemmdur núna en á sama tíma í fyrra. Fyrsti skóladagurinn var sennilega sá allra skemmtilegasti frá því ég byrjaði í MR þar sem Cösukjallari var troðfullur af fólki fagnandi góðum sigri Íslendinga á Spánverjum. Sögulegur árangur þar á ferð
Það var ekki mikið lært frekar en venjulega á fyrsta skóladegi. Ég er í nýjum bekk og þó sá gamli hafi verið fínn út af fyrir sig lofar þessi góðu. Einnig er svolítið skrýtið að vera kominn í 6. bekk. Nú sé ég fyrir endann á MR og ég er farinn að hlakka svolítið til að byrja í háskóla.

Ég hef ekki enn tekið ákvörðun um áframhaldandi setu í Gettu betur liðinu. Þó eru töluverðar líkur á að ég haldi áfram. En ég held þó öllum möguleikum opnum. Mér líst vel á að fá Davíð Þór aftur sem dómara og Evu Maríu sem spyril. Einnig finnst mér skemmtilegt að sjá karlkyns stigavörð. Í bloggfærslu minni fyrir 3 árum lýsti ég þeim skoðunum mínum að það mætti nú einu sinni hafa kvenkyns spyril og karlkyns dómara.

Megi komandi vetur ganga vel.

Engin ummæli: