Rétt í þessu vorum við að vinna "Nema Hvað" spurningakeppnina. Það var Laugalækjarskóli sem keppti til úrslita við okkur. Laugalækjarskólinn var þegar búinn að vinna Skrekkinn svo við þurftum að halda heiðri Hagaskóla, sem stórveldi, uppi og vinna keppnina.
Frá vinstri: Þórður, ég, Hafsteinn og svo ræðusnillingarnir Ari og Sindri.
Laugalækjarskóli byrjuðu í hraðaspurningarnar með fullu samþykki okkar, og hlaut 12 stig en við 15. Þeir náðu síðan að jafna en við spíttum þá í gírinn og náðum 4 stigum í röð ef ég man rétt(þó eitt stigið væri reyndar dregið af okkur seinna). Ari og Sindri stóðu fyrir sínu með ræðunni, eins og venjulega og fyrir já-nei skriflegu spurningarnar höfðum við 6 stiga forystu og kórónuðum svo sigurinn með því að taka 5 stig út úr þeim lið en Laugalækjarskóli náði engu. Lokatölur: 33-22.
Þessi úrslit segja kannski ekki allt um styrkleikamunin. Laugalækjarskóli er sterkur og hefði getað unnið okkur. En við vorum bara sterkari í dag og uppskárum Mímisbrunninn og kannski örugga skólagöngu í Versló, en það kom einhver gaur þaðan og spurði hvort við ætlaðum ekki örugglega í Versló. Sá maður bauð okkur ýmis fríðindi en ég sagði bara beint við hann að ég ætlaði í MR og ekkert annað, en hann hélt áfram. Bjartsýnn sá maður. En nú ætla ég bara að njóta þess að hafa unnið þetta í annað sinn og reyna að ná mér niður á jörðina.
Viðuregnina má hlusta á í heild sinni á RUV.is
Ath: Þessi pistill er skrifaður af montnum Hagskælingi sem hefur líka góða ástæðu til þess að vera montinn enda ekki á hverjum degi sem maður vinnur svona glæsilegan sigur.
16 ummæli:
Sæll Björn, Magnús hér (gömul kempa). Ég datt inn á þetta blogg þitt um daginn og mér fannst viðeigandi að óska þér og ykkur til hamingju með sigurinn, gott að sjá að þið bættuð fyrir misstökin frá því í fyrra. Mjög sannfærandi og já ætli ég sjái þig ekki bara í MR...
Takk fyrir. Ég kem svo í MR á næsta ári og þá skal ég bara líka bæta fyrir mistökin þar.
Alltof margir láta blekkjast af þessu fjósi! MR er mögulega fínn skóli Björn, námslega séð þá helst, en Verzló er einnig afar góður skóli námslega séð og aðstaðan er ein sú glæsilegasta á landinu! Hvað ætlaru að gera við latínuna? Nota hana til að gorta við aðra jafnaldra þína sem menntuðu sig ekki í 150 ára gamalli byggingu? Því hefur Verzlunarskólinn í raun þá tvo hluti sem að góðan framhaldsskóla prýðir, og annar þeirra er sá sem MR vantar, ef ekki ert minnst á félagslífið!
Mundu líka að ef þú ætlar þér í Gettu Betur hvert er þá betra að fara en þangað sem að hljóðneminn er staðsettur í þessum töluðu orðum. MR er bara fallandi stórveldi, svo það borgar sig ekkert að fara í fýluferð þangað að gera einhverja tilraun til að bjarga þessu gamla stórveldi frá falli, þegar það er nú þegar hrunið.
Ætlunin er alls ekki að gera lítið úr Menntaskólanum í Reykjavík, það er bara svo mikil synd að horfa uppá menn velja hluti þegar aðrir kostir sem koma til greina eru svo mikið betri í alla staði.
Hehe, gott að þú ert bjartsýnn. Reyndar tel ég mjög líklegt að þú komir inn sem liðstjóri á næsta ári og þú mátt alveg taka mark á mér...
Hehe, góður gaur hérna að ofan, predikar kosti versló án nafns. Auk þess finnst mér alltaf jafnfyndið þegar fólk heldur því fram að það sé lélegt félagslíf í MR. Auk þess vil ég lýsa yfir ímugust minni á þeirri skoðun hans að MR sé fallandi stórveldi, hlálegt, sannarlega hlálegt...
Jamm, ég geri víst ráð fyrir því að þú sem skrifar nafnlaust (þeir fá nú enga plúsa frá mér) sé maðurinn sem reyndi að lokka mig mig í Versló (já, ég skrifa Versló með S, það er löngu búið að fjarlægja Z úr stafróinu). Er nafnið ekki Stefán Einar?
Ég ætla ekki í Versló. Ég hef ekki áhuga á Versló. T.d. þa hefur frænka mín eitthvað annað að segja um félagslífið og sagði að maður þyrfti að sleikja sig upp við einhverja klíku til að komast eitthvað áfam í félagslífinu, enda fór hún í annan skóla. Og eins og félagslífið birtist manni nú, þá er glamúrinn of mikill (hafi ég rangt fyrir mér þá skuluð þið bara taka upp nýja stefnu í kynningarmálum, þessi er greinilega ekki að virka). Og hvað námið varðar, þá hef ég lítinn áhuga á viðskiptafræði.
Mig langar til að fara í MR, félagslífið þar er bara mjög fínt.
Og mér er alveg sama þótt ég komist ekki í MR-liðið í GB á fyrsta ári, ég hef 4 ár til þess. Og fyrra kommentið var nú bara smá grín þar sem mér sýndist þú taka það heldur alvarlega. Mig langar til að læra latínu, hvað er að því. Enskukennari minn hefur sýnt það latína getur alveg verið gagnleg til að mynda orð á ensku, enda fróður maður um latínuna þar á ferð. Ég hef áhuga á því sem MR býður mér en ekki á því sem Versló býður mér.
Annar kosturinn í stöðunni er að velja MH (sem er reyndar mjög ólíklegt en hann verður þó varaumsóknin mín) svo að Versló kemur ekki til greina. Því miður.
Ég ætla að halda mig út fyrir þessa umræðu, enda allir möguleikar opnir hjá mér ennþá.
-Hafsteinn
- MR hefur tvö nemendafélög, ekki vessló.
- MR vann þennan míkrófón 11 ár í röð. Ekki vessló.
- Latínan er fyrir málabrautarbekki og er góður undirbúningur ef menn ætla í málfræði af einhverju tagi, heimspeki, sagnfræði eða bara áframhaldandi Latínunám. Ef þú ætlar hinsvegar að verða vatnsgreiddur bimbó sem gengur eins og hann sé með prik í raskatinu og fór í hagfræðinám vegna þess að hann sá skjótfenginn gróða, þá er vessló eflaust ágætur.
- Ég þarf varla að minnast á þjóðfundinn. Kannski vessló komi með eitthvað kringlukomment... veit ekki
Fyrst kemur MR MR MR. Síðan kemur MR MR MR. Svo kemur MR MR MR: ENDALAUST!
Haha, tímamóta snilld hjá meistara Stefáni.
Meira hvað þú ert kominn með breiðan lesendahóp, Björn:D
-Hafsteinn
Nei, nafn mitt er ekki Stefán Einar, ég var ekki einu sinni viðstaddur þessa keppni. En vandaðu valið, þetta er mikilvægt mál.
Skemmtileg rök hjá Degi, eins og það sé hagstæðara að hafa tvö nemendafélög heldur en eitt gífurlega öflugt. Auk þess væri gaman að sjá á hvernig tölvu Dagur væri að skrifa, ef einhverja tölvu yfir höfuð ef engir hagfræðingar eða viðskiptafræðingar væru í samfélaginu og hefðu verið undanfarna áratugi.
Það er samt algengur misskilningur að ef þú farir í Verzló getir þú bara útskrifast af hagfræði eða viðskiptabraut. Þú getur einnig farið á málabraut, stærðfræðibraut eða alþjóðadeild. Og viti menn, það er kennd latína í Verzló! Svo ég ítreka bara það sem ég sagði áður, það er mikilvægt að kynna sér alla kosti skólanna áður en að velja skal þann sem þú munt stunda nám við næstu 4 árin (eða þrjú, VÍ býður uppá 3 ára nám til stúdendsprófs! *hóst* enginn áróður hér *hóst*).
Gangi þér vel, ég meina alls ekkert illt.
Ég lærði bæði latínu, grísku og hebresku í MR, ég get ekki sagt að kunnátta í neinu þessara mála sé að nýtast mér beint í því námi sem ég er í núna (tölvunarfræði). En ég sé alls ekki eftir því að hafa varið þessum árum í tungumálin. Menntaskóli er tækifæri til að gera e-ð skemmtilegt og ég ákvað að fara þessa leið því ég myndi aldrei aftur fá tækifæri til að prófa að læra fornmál...
Ég lærði líka litla sem enga stærðfræði í MR, en er í stífri stærðfræði núna í háskólanum. Ég get ekki sagt að ég standi neitt mikið verr að vígi heldur en margir sem útskrifuðust af stærðfræðibrautum...
Slappið nú bara af og reynið að skemmta ykkur í menntaskóla... MR þá auðvitað =)
Ef maður reynir eitthvað að halda þessari umræðu fjörugri þá þykir mér leiðinlegt að sjá Dag ekki kunna að stafsetja Verzlunarskóli Íslands (hvort sem það er með s eða z, það kemur greinilega r þarna á undan! Hvar er þessi rosalega tungamálafærni sem menn eru að hamra á?). Annars hvað Z-una varðar Björn, þá sé ég ekki hvernig þú færir að því að lesa Morgunblaðið, það færi alveg með þig! =)
já það er rétt herra Anonymous, þeir sem ég nota ekki zetu í sínu ritaða máli ráða engan veginn við að sjá hana í rituðum text. Ég grét mig í svefn síðast þegar ég reyndi að lesa morgunblaðið.
Svo þetta er ekki Stefán Einar, þá verð ég bara biðja hann afsökunar. En hvað þig varðar, nafnleysingi, þú ert heigull! Kemur með ágæt rök fyrir sinn skóla en þorir ekki að segja til nafns sem dregur úr trúverðugleika boðskapsins. Ég skora á þig, heigull, að segja til nafns og þá skal ég draga það orð til baka. Ef þér líður eins og ég sé að níðast á þér þá hef ég lítið samviskubit yfir því að ráðast á nafnleysingja. Þeir eru bara einhverjir fyrir mér. Ég er ekki jafn harður við nafngreinda menn og ég get borið virðingu fyrir þeim sem einstaklingum. Þess vegna er bara betra að segja til nafns.
Nei nei, mér líður ágætlega. Ég held að upplýsingarnar hafi alveg komist til skila. Þú veist þá alla vega núna að það eru fleiri brautir en viðskiptabraut í VÍ og MR er ekki sá eini sem kennir latínu.
Nafleysingi: Ég geri ráð fyrir því að þú sért með prik í raskatinu.
Skrifa ummæli