laugardagur, apríl 24, 2004
miðvikudagur, apríl 21, 2004
Ég er búinn að skrifa nafnið mtt á undirskriftarlista til að fá Paul McCartney til að spila á Íslandi. Ég hvet ykkur til að gera það sama. Það eru um 2300 manns á listanum þegar ég er að skrifa þetta og þeim fjölgar stöðugt á þessum tímapunkti. Til gamans er nafn mitt nr. 2286 á listanum.
laugardagur, apríl 17, 2004
Það er orðið of langt síðan ég skrifaði síðast. Þar hefur ýmislegt gerst. Ber þar hæst að nefna að ég fór að ganga Fimmvörðuhálsinn með unglingadeild björgunarsveitarinnar. Fyrir þá sem ekki vita er Fimmvörðuháls 22 km gönguleið sem liggur á milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls og er lagt af stað frá skógum og gengið í Þórsmörk (eða öfugt). Við lögðum að stað mjög seint og löbbuðum í myrkri. Við voruð svoítið lengi að ganga þetta og við stoppuðum eftit 2 km. þá var ákveðið að snúa við því að við áttum 6 tíma göngu eftir og svo var leiðin ekki öll fær. Við gengum því aftur til Skóga og keyrðum upp í Þórsmörk. Það tók langan tíma að keyra til Þórsmerkur því vegurinn var slæmur og myrkrið var mikið. og svo þegar á leiðarenda var komið fékkst engin gisting í skála. Við sváfum því aðeins í rútunni en það var orðið bjart þegar við stoppuðum. Eftir það fórum við í stutta gönguferð og síðan bara heim.
Annars hefur lítið gerst nema að ég byrjaði í skólanum og fór í klippingu.
Svo vil ég að lokum einnig hvetja ykkur til að skrifa undir þennan lista!
Annars hefur lítið gerst nema að ég byrjaði í skólanum og fór í klippingu.
Svo vil ég að lokum einnig hvetja ykkur til að skrifa undir þennan lista!
sunnudagur, apríl 11, 2004
Gleðilega páska!
Það er bara ágætur páskadagur hjá mér. Ég vaknaði snemma í morgun og fór í messu kl. 8 eftir það fór ég heim og lagði mig. Eftir það fékk ég mér páskaegg og á ég í nokkrum erfiðleikum með að klára það. Svo komu foreldrar mínir heim frá Skotlandi. Svo förum við í matarboð til frænku minnar í kvöld.
Hafið það bara gott um páskana.
Það er bara ágætur páskadagur hjá mér. Ég vaknaði snemma í morgun og fór í messu kl. 8 eftir það fór ég heim og lagði mig. Eftir það fékk ég mér páskaegg og á ég í nokkrum erfiðleikum með að klára það. Svo komu foreldrar mínir heim frá Skotlandi. Svo förum við í matarboð til frænku minnar í kvöld.
Hafið það bara gott um páskana.
miðvikudagur, apríl 07, 2004
fimmtudagur, apríl 01, 2004
Það er bara nóg að gera í dag. Ég var í enskuprófi í dag og mér gekk bara ágætlega. Svo var einnig píp-test í íþróttum og náði ég 11 og setti persónulegt met. Svo í dag er ég að fara á "Hárið" sem er sýnt í Hagaskóla. Svo í kvöld fer ég á leikritið " Þetta er allt að koma" , eftir Hallgrím Helgason, með bekknum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)