Það verður að teljast frekar kaldhæðnislegt að í u.þ.b. mánuð eftir hrun viðskiptabankanna hafi titill nýjustu færslu minnar verið
Þjóðarstoltið. Eða kannski bara jákvætt. Við þurfum á okkar þjóðarstolti að halda og verður það að teljast frekar laskað. Ég talaði um stóra þjóðarsál síðast. Hún reyndist kannski of stór. Hversu oft fengum við að heyra það að íslenskir viðskiptamenn væru að leggja Bretland og Danmörk undir sig. Bankarnir reyndust síðan of stór biti fyrir íslenskt hagkerfi.
Á sama tíma varð draumur Halldórs Ásgrímssonar um aðild að öryggisráðinu að engu. Ég ætla ekki að leggja dóm á hvort það stafi af efnahagsástandinu eða hvort þessi draumur hafi verið of stór fyrir Ísland allan tímann.
Þetta tvennt ætti þó að koma okkur niður á jörðina, við erum lítil. En við getum engu að síður átt okkar þjóðarstolt. Við eigum jú enn handritin og íslenska náttúru, alla vega enn. Við getum líka enn verið glöð með þetta eina silfur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli