sunnudagur, janúar 18, 2009

Hættur

Ég hef ákveðið að segja þetta gott í bili. Ég nenni ekki að þrjóskast við að halda þessari síðu til streitu. Það les þetta hvort sem er enginn lengur, ég blogga sjaldnar og þannig gengur það í hringi. Því er um að gera að hætta þessu bara enda tilgangslaust að halda áfram. Kannski byrja ég aftur seinna en nú er tími til að segja þetta gott.

Takk fyrir mig,

Björn Reynir Halldórsson

2 ummæli:

Unknown sagði...

Tjahh ég kem nú öðru hvoru hingað á ferðalagi mínu um óravíddir internetsins :)

Rústið gettu betur frá mér, fyrst ég mun ekki geta gert það af hliðarlínunni ;)

Kveðja að norðan

Magni Þór

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það. Ég kem líka hingað öðru hvoru. Kannski ég tek þráðinn upp seinna, ómögulegt að segja það á þessari stundu.