Árið 2008 byrjar bara nokkuð vel hjá okkur. 33-7 verða að teljast bara nokkuð góð úrslit. Hins vegar var ég ekki sáttur með hraðann. Ég klúðraði einni biblíuspurningu snemma í hraðanum og sat það svolítið í mér í næstu spurningum þar á eftir en ég var mjög lengi að taka Börn náttúrunnar og Galdhøpiggen, en svörin komu þó á endanum. Einnig var það mjög klaufalegt að segja Hvammsfjörður í staðin fyrir Hvammstanga. Þrátt fyrir það eru 16 stig ágætis árangur á 80 sekúndum. Hins vegar finnst mér hraðinn aðeins of stuttur. Bjölluspurningarnar voru góðar hjá okkur, 13 stig af 16, auk fjögurra stiga úr tóndæmum. Þetta var í fyrsta skipti frá því að ég hóf leik í Gettu Betur fyrir tveimur árum, að við náum ekki meirihluta stiga okkar úr hraðanum.
En í heildina litið var ég bara sáttur við þessa keppni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli