þriðjudagur, desember 25, 2007

Gleðileg jól
Jólin eru gengin í garð og ég er kominn í fullt jólaskap. Að syngja í miðbænum á Þorláksmessu kemur mér alltaf í jólaskap og svo er alltaf jafn notalegt að fara í messu kl. 18.00 á aðfangadegi jóla. Jósef virðist vera vinsælt predikunarefni (1,2) þetta árið. Og svo er það kvöldið sem maður eyðir með fjölskyldunni, borðar jólasteik og möndlugraut og skiptist á gjöfum. Svo til að krydda jólaskapið endanlega, þá voru götur borgarninnar þaktar snjó í morgun. Að mínu mati er snjór ómissandi jólaskraut, hvíti liturinn setur mjög skemmtilegan blæ á borgina. Ég ákvað að taka hundinn út í göngutúr til að njóta snjósins á meðan hann endist. Nú er bara um að gera að njóta jólanna á meðan þau vara.

Að lokum vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðileg hvít jól! =)