miðvikudagur, desember 05, 2007

Jólalag og jólapróf

Sama gamla sagan. Það er löngu búið að þjófstarta jólunum og ég hálfpartin búinn að venjast þeim. Ég er hins vegar búinn að skrifa nóg um það í gegn um tíðina. Prófin eru farin af stað og klárast eftir rúmlega viku. Jólin eru því enn nokkuð fjarri. Ég finn þó keim af jólaskapi í mér þessa dagana þrátt fyrir allt þetta. Í prófunum hef ég hlustað mikið á eitt jólalag, Ó helga nótt, í flutningi Jussi Björling (O helga natt, kallast það á sænsku). Það þarf víst ekki nema eitt lítið jólalag (það getur reyndar ekki verið hvaða jólalag sem er) til að veita sálarró í jólaprófunum. Reyndar hef ég verið aðeins of kærulaus í jólaprófunum en það er önnur saga.

Viðbót: Smá snjór, með sinn hvíta blæ, spillir heldur ekki fyrir.

Engin ummæli: