fimmtudagur, maí 26, 2005

Rafræn umsókn.

Þá er ég búinn að sækja um framhaldsskóla. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess í gær en þetta kerfi var eitthvað gallað. Þá hringdi ég í menntamálaráðuneytið og gerði athugasemd. Ég var greinilega sá fyrsti sem gerði athugasemd. Þeir sögðust hafa fullreynt þetta kerfi. Þá ályktaði ég að þetta kerfi væri ekki forritað fyrir Firefox. Enn eitt óþolandi dæmi þar sem ekki er tekið tillit til minnihlutans. En ég gekk frá þessu í dag á skrifsto móður minnar. Það kemur fæstum á óvart að ég sótti um inngöngu í MR. Ég sótti um málabraut og náttúrufræðibraut til vara og frönsku sem þriðja mál. MH hafði ég sem varaskóla og sótti ég þar um félagsfræðibraut en málabraut til vara og svo rússnesku sem þriðja mál. Ég hlakka bara nokkuð mikið til að byrja í MR.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úúúúú, öruggur um að komast inn bara....;)


Erli g

Unknown sagði...

Já, það er miklu skemmtilegra en hafa áhyggjur um það hvort ég komist inn eða ekki.

Hafsteinn G. H. Hafstein sagði...

Æj strákar... þið...;)

Unknown sagði...

Og gleðifréttir í kjölfar pistilsins. Þei hjá menntamálaráðuneytinu löguðu þetta vandamál eftir að ég hringdi. Það er gagn í því að koma með svona athugasemdir.