fimmtudagur, október 14, 2004

Jólin nálgast

Ef ég er góður í reikningi þá eiga að vera 71 dagur til jóla. Ef ég er slæmur þá er það ábyggilega áhrif frá verkfallinu. Ég er mikið jólabarn og skammast mín ekki fyrir það. Þó kemst ég ekki í jólastuð fyrr en á 1. í aðventu enda eiga menn þá að byrja að undirbúa jólin. Þó er ég búinn að sjá eina jólaauglýsingu. Og það ekki frá risum á markaði s.s. Bónus eða Húsasmiðjunni, heldur frá einhverri gardínubúð. En ég er þó strax farinn að hlakka óformlega til jólanna.

1 ummæli:

Hafsteinn G. H. Hafstein sagði...

NÚ ER ÉG SAMMÁLA ÞÉR