fimmtudagur, janúar 31, 2008
miðvikudagur, janúar 30, 2008
Nema hvað
Ég vil óska Hagaskóla til hamingju með sigurinn í Nema hvað, spurningakeppni grunnskólanna. Það er ánægjulegt að Mímisbrunnurinn sé kominn aftur á réttan stað.
mánudagur, janúar 14, 2008
GB: 25-11
Þá höfum við tryggt okkur sæti í 8-liða úrslitum eftir öruggan sigur á Menntaskólanum á Ísafirði. Ég hef lítið um þessa keppni að segja nema að það var frekar slakt af hálfu dómara að koma með sömu hraðaspurningu tvær keppnir í röð og Kántrý-tónlist er, að mínu mati, frekar leiðinleg tónlist. Annars var ég sáttur með okkar frammistöðu og stuðningsmenn okkar þ.e.a.s. þessa 20 sem mættu.
fimmtudagur, janúar 10, 2008
GB: Breytt áætlun!
Það er búið að draga upp á nýtt. Við mætum Menntaskólanum á Ísafirði næsta mánudagskvöld!
*Upphafleg færsla*
Við fáum Kvennaskólann í 2. umferð í Gettu betur, annað árið í röð. Í fyrra mætti Kvennaskólinn með ágætis lið en enn þeirra er núna eftir. En það er líka alltaf stemning að keppa á móti nágrannaskóla. Keppnin fer fram miðvikudaginn kl. 19.30 í Útvarpshúsinu. Allir að mæta!
*Upphafleg færsla*
Við fáum Kvennaskólann í 2. umferð í Gettu betur, annað árið í röð. Í fyrra mætti Kvennaskólinn með ágætis lið en enn þeirra er núna eftir. En það er líka alltaf stemning að keppa á móti nágrannaskóla. Keppnin fer fram miðvikudaginn kl. 19.30 í Útvarpshúsinu. Allir að mæta!
þriðjudagur, janúar 08, 2008
GB: 33-7
Árið 2008 byrjar bara nokkuð vel hjá okkur. 33-7 verða að teljast bara nokkuð góð úrslit. Hins vegar var ég ekki sáttur með hraðann. Ég klúðraði einni biblíuspurningu snemma í hraðanum og sat það svolítið í mér í næstu spurningum þar á eftir en ég var mjög lengi að taka Börn náttúrunnar og Galdhøpiggen, en svörin komu þó á endanum. Einnig var það mjög klaufalegt að segja Hvammsfjörður í staðin fyrir Hvammstanga. Þrátt fyrir það eru 16 stig ágætis árangur á 80 sekúndum. Hins vegar finnst mér hraðinn aðeins of stuttur. Bjölluspurningarnar voru góðar hjá okkur, 13 stig af 16, auk fjögurra stiga úr tóndæmum. Þetta var í fyrsta skipti frá því að ég hóf leik í Gettu Betur fyrir tveimur árum, að við náum ekki meirihluta stiga okkar úr hraðanum.
En í heildina litið var ég bara sáttur við þessa keppni.
En í heildina litið var ég bara sáttur við þessa keppni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)