laugardagur, júní 09, 2007

Stórfréttir á RÚV

Eru allar fréttir á RÚV orðnar stórfréttir? Svo virðist sem að í hverjum einasta fréttatíma sé fréttamaður í beinni útsendingu á vettvangi. Áður fyrr voru fréttamennirnir á vettvangi í beinni þegar þeir fjölluðu um stórátök á Alþingi, t.d. fjölmiðlamálið eða stórfréttir á borð við þegar Bobby Fisher kom til landsins (reyndar finnst mér það ekki ýkja stór frétt en engu að datt mér ekkert betra í hug). Í fréttatímunum í kvöld var fréttamaður í beinni á víkingahátíð í Hafnarfirði. Er það stórfrétt? Eða Grafarvogsbúar óánægðir með svefnlyf fyrir máva?
Er það kannski bara afstætt hvaða fréttir teljast sem stórfréttir og hverjar ekki?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Björn! Hvað röfl er þetta uss :D

Þetta snýst um að skapa áhuga fyrir fréttinni, persónulega langar mig miklu frekar að horfa á frétt um víkingahátíðina ef ég veit að það verða sýndar svipmyndir þaðan, enda margt fróðlegt að sjá. Ég veit reyndar ekki um þetta með svefnlyf fyrir máva.

En maður ætti kannski bara að líta á þetta sem framfarir, það er óneitanlega áhugaverðara að horfa á fréttatíma með svipmyndum heldur en einhvern jálk að þylja upp misáhugaverðar fréttir.

Unknown sagði...

Fréttin má vera þarna. Mér finnst bara óþarfi að hafa fréttamanninn þarna í beinni. Þá er fréttin blásin frekar mikið upp. Það er alveg hægt að gera fréttina áhugaverða án þess að hafa fréttamanninn á vettvangi í beinni.

Nafnlaus sagði...

Ef þú horfir á CNN, Sky ofl. þá er fréttamaður á staðnum í liggur við hverri frétt... Þetta er bara svona og af hverju ekki RÚV líka?

Maður sér allavegana ekki svona atvik eins og þegar Kristín Ingólfsdóttir fór á kostum í beinni þegar fréttamaðurinn les fréttina upp í stúdíóinu.

Unknown sagði...

Vignir, þú hittir á veikan blett. Ég hef nefnilega ekki horft á fréttir hjá CNN og Sky enda höfum við ekki aðgang að þeima stöðvum. En hvort að RÚV þurfi að elta þær stöðvar má síðan deila um. Mér finnst það ekki nauðsynlegt þó það sé allt í lagi að taka sér þessar stöðvar að e-u leyti til fyrirmyndar.

Annars hefði ég alveg viljað sjá þetta viðtal við Kristínu Ingólfsdóotur, svona skemmtileg atvik geta alltaf komið upp á í beinni.