Það er alltaf ljúft að komast í sumarfrí. Prófin gengu ágætlega, ég fékk 7,8 í meðaleinkunn eins og ég bjóst við. Hroki minn gagnvart frönskunni var líka tónaður niður þar sem ég fékk 6 sem var lægsta einkunin mín. En umfram allt er ég bara sáttur við prófin.
Ég er hins vegar núna að vinna í Fossvogskirkjugarði. Ég er mikill bjartsýnismaður og mæti alltaf með sólarvörn upp á 20, í vinnuna. Það er ekki mikil þörf fyrir hana enda byrjaði að rigna um leið og júnímánuður gekk í garð. En vinnan er ágæt, góða veðrið kemur bara síðar.
Ég hef verið að hugsa um að gerast líffæragjafi. Hollenska gabbið virkar mjög vel. Ég varð mjög hneykslaður þegar ég heyrði fyrst um þáttinn þar sem það er ekki siðlegt að nýta sér neyð sjúklinganna og gera úr því söluvöru. Í fordómum mínum hugsaði ég: „Dæmigert fyrir Hollendinga!“ Mér fannst gabbið hins vegar sniðugt enda vakti það fólk virkilega til umhugsunar. Ég spyr bara hvar sé hægt að skrá sig sem líffæragjafi?
Læt þetta bara duga í bili
Engin ummæli:
Skrifa ummæli