Hefur einhver séð hugann minn? Ég týndi honum einhvern tímann í dag á bilinu 13.00 til 18.00 þegar ég var að læra fyrir próf í líffræði (með hléum). Svo virðist sem hugurinn minn hafi farið á flakk á þessum tíma á meðan ég sat sjálfur yfir námsefninu í líffræði og nú finn ég hann ekki aftur. Þeir sem hafa séð hugann minn á reiki láti mig vita. Fundarlaun í boði!
5 ummæli:
Svona getur verið strembið að þjást undan oki prófanna og týna sjálfum huganum! hihi
Fannstu hugann minn? Hvar var hann?
Hannes Portner fann hann, geymir hann ábyggilega á lyklakippunni sinni.
Já, ætli hugur minn liggi ekki hjá Hannesi
Nei, ég er með hugann þinn í haldi. Hann fæst gegn lausnargjaldi.
Skrifa ummæli