Þetta flýgur í gegn um huga minn þessa stundina:
Ég horfði á hið margauglýsta viðtal við Davíð Oddsson í Kastljósinu. Ég kom inn þegar Davíð sagði eitthvað á þessa leið: "Ég svaraði mönnum bara þegar mér hentaði." Já, hann viðurkennir greinilega að hafa gefið skít í andstæðinga sína með svona einræðislegum tilburðum. Annars verð ég að viðurkenna að ég er sammála honum um að Ólafur Ragnar hefði frekar átt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðarinnar heldur en fjölmiðlafrumvarpinu. En Davíð er þó bara fortíð núna, eða hvað?
Hindúasiður er flókin trú.
Þessi frétt er frekar skemmtileg. Þá sérstaklega þegar talað er um Arndísi Sveinsdóttur og NSF. Jón Sigurðsson er líka fyndinn með sínar yfirlýsingar. En að öllu gamni slepptu þá er ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingarinnar góður kostur.
Staða kvennaknattspyrnunar á Íslandi er áhyggjuefni. Sérstaklega þegar lið ákveður að mæta ekki. Fjölmiðlar kunna ekki skýringu á þessu. Ætli skýringin liggi ekki bara hér
Iceland film festival stendur yfir. Ég verð að drífa mig í bíó (þeir sem þekkja mig best vita að ég dríf mig sjaldan til að gera eitthvað sniðugt). Einhver til?
Íslenskt orð yfir "að brainstorma"? Að skjóta þönkum? Einhver með betri tillögur?
Hið daglega amstur heldur áfram, alltaf nóg að gera og lítill tími til að slaka á. Ég leyfi mér nú samt að slaka á inn á milli.
Hvað ætli fljúgi í gegn um huga minn á morgun?
2 ummæli:
Þegar við Siggi og Halldór vorum í Skinfaxa héldum við reglulega "brainstorm" fundi þangað til okkur fannst við þurfa að finna íslenskt orð yfir þá. Eftir það fórum við bara á fund til að þyrla.
þankahríð
Skrifa ummæli