sunnudagur, maí 29, 2005
Án titils
Barátta menntaskólanna um mig harðnar stöðugt. Nýjasta tilboðið er frá MH-ingi og mun ég fá dóp kjósi ég að fara í MH. Nú er bara spurning hvað verslingar geri til að toppa það. En ég breyti umsókninni ekki þrátt fyrir það.
fimmtudagur, maí 26, 2005
Rafræn umsókn.
Þá er ég búinn að sækja um framhaldsskóla. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess í gær en þetta kerfi var eitthvað gallað. Þá hringdi ég í menntamálaráðuneytið og gerði athugasemd. Ég var greinilega sá fyrsti sem gerði athugasemd. Þeir sögðust hafa fullreynt þetta kerfi. Þá ályktaði ég að þetta kerfi væri ekki forritað fyrir Firefox. Enn eitt óþolandi dæmi þar sem ekki er tekið tillit til minnihlutans. En ég gekk frá þessu í dag á skrifsto móður minnar. Það kemur fæstum á óvart að ég sótti um inngöngu í MR. Ég sótti um málabraut og náttúrufræðibraut til vara og frönsku sem þriðja mál. MH hafði ég sem varaskóla og sótti ég þar um félagsfræðibraut en málabraut til vara og svo rússnesku sem þriðja mál. Ég hlakka bara nokkuð mikið til að byrja í MR.
laugardagur, maí 21, 2005
laugardagur, maí 14, 2005
Gamli góði Hreppurinn
Það er alltaf jafn yndislegt að koma í gamla góða Hrunamannahreppinn til að slaka á. Ég ákvað að halda þangað með foreldrum mínum þar sem næsta próf er ekki fyrr en á þriðjudag. Ég sakna alltaf gömlu góðu daganna þegar ég hljóp um hóla og hæðir á jörð Hruna og stríddi kindunum og hænunum inn á milli.
Hrunakirkja í allri sinni dýrð.
Því miður sést ekki í húsið sem ég bjó í en ég ætla að reyna að finna betri mynd
Hrunakirkja í allri sinni dýrð.
Því miður sést ekki í húsið sem ég bjó í en ég ætla að reyna að finna betri mynd
föstudagur, maí 13, 2005
Ég er græningi!
Ég ákvað að taka þetta próf bara til gamans.
Niðurstöðurnar koma mér ekki mikið á óvart. Ég veit reyndar ekki hversu marktækar þær eru þar sem ég skildi ekki allar spurningarnar. Eitt kom mér reyndar á óvart. Það er hvað demókratar eru ofarlega á lista.
You scored as Green. <'Imunimaginative's Deviantart Page'>
What Political Party Do Your Beliefs Put You In? created with QuizFarm.com |
Niðurstöðurnar koma mér ekki mikið á óvart. Ég veit reyndar ekki hversu marktækar þær eru þar sem ég skildi ekki allar spurningarnar. Eitt kom mér reyndar á óvart. Það er hvað demókratar eru ofarlega á lista.
Sitt af hverju tagi
Nú er ég búinn að þreyta fjögur samræmd próf. Mér hefur gengið ágætlega. Ég get ekki staðist það að blogga núna. Það er erfitt að vera í bloggbindindi þegar eitthvað frásagnarhæft gerist. Samræmdu prófin hafa vakið einhverjar óánægju raddir eins og venjulega. Núna fyrir ritun í íslensku sem þótti of pólitísk. Mér fannst það ágætt að geta komið skoðunum mínum á framfæri. Ritunin snerist um að taka afstöðu með eða á móti styttingu framhaldsskólanna. Ég tók auðvitað afstöðu gegn styttingunni.
En svo hefur ýmislegt gerst út í samfélaginu. Gunnar Örlygsson hefur yfirgefið frjálslynda flokkin og gengið til liðs við sjálfstæðismenn. Mér finnst þetta vera nokkuð asnalegt. Sjálfstæðisflokkurinn fær þarna aukaþingsæti frá kjósendum frjálslyndra. Það eru ekki margir gallar á lýðræðinu okkar en þetta er einn slíkur. Það ætti að breyta lögunum þannig að þingsæti tilheyri flokkum en ekki einstaklingum því það eru flokkarnir fólkið kýs.
Svo kom út nýtt blað sem fékk nafnið "Blaðið". Ég hef verið að skoða þetta blað og mér finnst það hálf innihaldslaust. Auglýsingar skipa mjög stóran sess í blaðinu. Inn á milli er litlum fréttum og örðum greinum, oft með myndum sem taka meira pláss, troðið inn. Blaðið er auglýst sem frjálst og óháð blað og sést það vel enda alls engin þjóðfélagsumræða í því. Svo er þeir heldur seinir með fréttirnar sem er furðulegt því blaðið berst heim til manns með póstinum um miðjan dag Ég hef þó tekið eftir einu. Á dagskrársíðum blaðsins eru bloggfærslur um sjónvarp birtar. Ég er sem betur fer óhultur því að þeir taka bara niður af blog.central.is síðum. Í heildina séð: Lélegt blað.
Nú ætla ég að hugsa um það sem er framundan. Það er svo margt til að hlakka til.
En svo hefur ýmislegt gerst út í samfélaginu. Gunnar Örlygsson hefur yfirgefið frjálslynda flokkin og gengið til liðs við sjálfstæðismenn. Mér finnst þetta vera nokkuð asnalegt. Sjálfstæðisflokkurinn fær þarna aukaþingsæti frá kjósendum frjálslyndra. Það eru ekki margir gallar á lýðræðinu okkar en þetta er einn slíkur. Það ætti að breyta lögunum þannig að þingsæti tilheyri flokkum en ekki einstaklingum því það eru flokkarnir fólkið kýs.
Svo kom út nýtt blað sem fékk nafnið "Blaðið". Ég hef verið að skoða þetta blað og mér finnst það hálf innihaldslaust. Auglýsingar skipa mjög stóran sess í blaðinu. Inn á milli er litlum fréttum og örðum greinum, oft með myndum sem taka meira pláss, troðið inn. Blaðið er auglýst sem frjálst og óháð blað og sést það vel enda alls engin þjóðfélagsumræða í því. Svo er þeir heldur seinir með fréttirnar sem er furðulegt því blaðið berst heim til manns með póstinum um miðjan dag Ég hef þó tekið eftir einu. Á dagskrársíðum blaðsins eru bloggfærslur um sjónvarp birtar. Ég er sem betur fer óhultur því að þeir taka bara niður af blog.central.is síðum. Í heildina séð: Lélegt blað.
Nú ætla ég að hugsa um það sem er framundan. Það er svo margt til að hlakka til.
laugardagur, maí 07, 2005
Der Untergang
Ég var að sjá hina átakanlegu mynd "Der Untergang" áðan. Myndin fjallar um síðustu daga Hitlers í neðarjarðarbyrginu og ástandið þar og á götunum í Berlín. Myndin er bara mjög góð og átakanleg, ég veit ekki hvar ég á að byrja eða hvað ég á að segja yfir höfuð.
Ég á það til að vorkenna hinum mestu illmennum. Um tíma fann ég til með Hitler þegar honum leið illa (dæmið mig bara) en ekki lengi þar sem Hitler var alveg snauður af miskunasemi og samúðarkennd. Ég hef aldrei séð mynd frá hans sjónarhorni (The Great dictator er ekki talinn með þar sem hún sýnir óraunveralega en þó skemmtilega mynd af Hitler). Ég fór í byrjun að velta því fyrir mér hvort það leyndist eitthvað gott undir þessu illmenni, eftir allt þá var hann einu sinni saklaust barn. Eftir því sem leið á myndina sá ég að svo var ekki. Hugmyndafræði hans var hrein illska. Um helförina vita allir. Svo er það líka það hugarfar að gefast ekki upp í vonlausri stöðu þrátt fyrir að fleiri saklausir borgarar myndu deyja, réttlæta það með því að segja að þeir væru aumingjar og ásaka þá sem vildu gefast upp, um landráð. Það var heldur engin sorg þegar hann drap sig. Vogið ykkur ekki að halda að ég líti upp til hans hafi það verið einhver vafi.
Svo var það fólkið í kring um hann. Sumt af því sýndi mikla hollustu við hann. Eva Braun var honum alltaf hundtrygg og dó með honum eins og menn vita. Svo var það frú Goebbels með öll sín saklausu börn sem dýrkuðu "Hitler frænda" án þess að vita um illsku hans. Ég vorkenndi þeim svo mikið, á því leikur enginn vafi. Þegar nasisminn var að hrynja áttu þau ekki að fá að lifa bjarta framtíð án hans. Þess vegna drap hún börnin með blásýru þegar þau sváfu.
En svo eru það auðvitað óbreyttu borgararnir sem þurfa að upplifa helvítið á götunum. Og auðvitað var Hitler sama um þau. Stríð er bara helvíti á jörðu og ég skil ekki hvernig mönnum dettur í hug að vera að heyja stríð hvor við annan. Það vita líka allir að enginn vinnur í stríði, það tapa allir.
Það er svo margt sem ég get sagt um þessa mynd og örugglega eitthvað sem vantar. Ef það eru einhverjar villur í þessum pistli þá leiðréttið þið mig bara. Reyndar verð ég ekki mikið á netinu á næstunni út af prófunum og veit því ekki hvort ég geti svarað öllum athugasemdum. Svo má líka vel vera að pistillinn verði mistúlkaður. Það verður þá bara að hafa það.
Ég á það til að vorkenna hinum mestu illmennum. Um tíma fann ég til með Hitler þegar honum leið illa (dæmið mig bara) en ekki lengi þar sem Hitler var alveg snauður af miskunasemi og samúðarkennd. Ég hef aldrei séð mynd frá hans sjónarhorni (The Great dictator er ekki talinn með þar sem hún sýnir óraunveralega en þó skemmtilega mynd af Hitler). Ég fór í byrjun að velta því fyrir mér hvort það leyndist eitthvað gott undir þessu illmenni, eftir allt þá var hann einu sinni saklaust barn. Eftir því sem leið á myndina sá ég að svo var ekki. Hugmyndafræði hans var hrein illska. Um helförina vita allir. Svo er það líka það hugarfar að gefast ekki upp í vonlausri stöðu þrátt fyrir að fleiri saklausir borgarar myndu deyja, réttlæta það með því að segja að þeir væru aumingjar og ásaka þá sem vildu gefast upp, um landráð. Það var heldur engin sorg þegar hann drap sig. Vogið ykkur ekki að halda að ég líti upp til hans hafi það verið einhver vafi.
Svo var það fólkið í kring um hann. Sumt af því sýndi mikla hollustu við hann. Eva Braun var honum alltaf hundtrygg og dó með honum eins og menn vita. Svo var það frú Goebbels með öll sín saklausu börn sem dýrkuðu "Hitler frænda" án þess að vita um illsku hans. Ég vorkenndi þeim svo mikið, á því leikur enginn vafi. Þegar nasisminn var að hrynja áttu þau ekki að fá að lifa bjarta framtíð án hans. Þess vegna drap hún börnin með blásýru þegar þau sváfu.
En svo eru það auðvitað óbreyttu borgararnir sem þurfa að upplifa helvítið á götunum. Og auðvitað var Hitler sama um þau. Stríð er bara helvíti á jörðu og ég skil ekki hvernig mönnum dettur í hug að vera að heyja stríð hvor við annan. Það vita líka allir að enginn vinnur í stríði, það tapa allir.
Það er svo margt sem ég get sagt um þessa mynd og örugglega eitthvað sem vantar. Ef það eru einhverjar villur í þessum pistli þá leiðréttið þið mig bara. Reyndar verð ég ekki mikið á netinu á næstunni út af prófunum og veit því ekki hvort ég geti svarað öllum athugasemdum. Svo má líka vel vera að pistillinn verði mistúlkaður. Það verður þá bara að hafa það.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)