Rétt í þessu vorum við að vinna "Nema Hvað" spurningakeppnina. Það var Laugalækjarskóli sem keppti til úrslita við okkur. Laugalækjarskólinn var þegar búinn að vinna Skrekkinn svo við þurftum að halda heiðri Hagaskóla, sem stórveldi, uppi og vinna keppnina.
Frá vinstri: Þórður, ég, Hafsteinn og svo ræðusnillingarnir Ari og Sindri.
Laugalækjarskóli byrjuðu í hraðaspurningarnar með fullu samþykki okkar, og hlaut 12 stig en við 15. Þeir náðu síðan að jafna en við spíttum þá í gírinn og náðum 4 stigum í röð ef ég man rétt(þó eitt stigið væri reyndar dregið af okkur seinna). Ari og Sindri stóðu fyrir sínu með ræðunni, eins og venjulega og fyrir já-nei skriflegu spurningarnar höfðum við 6 stiga forystu og kórónuðum svo sigurinn með því að taka 5 stig út úr þeim lið en Laugalækjarskóli náði engu. Lokatölur: 33-22.
Þessi úrslit segja kannski ekki allt um styrkleikamunin. Laugalækjarskóli er sterkur og hefði getað unnið okkur. En við vorum bara sterkari í dag og uppskárum Mímisbrunninn og kannski örugga skólagöngu í Versló, en það kom einhver gaur þaðan og spurði hvort við ætlaðum ekki örugglega í Versló. Sá maður bauð okkur ýmis fríðindi en ég sagði bara beint við hann að ég ætlaði í MR og ekkert annað, en hann hélt áfram. Bjartsýnn sá maður. En nú ætla ég bara að njóta þess að hafa unnið þetta í annað sinn og reyna að ná mér niður á jörðina.
Viðuregnina má hlusta á í heild sinni á RUV.is
Ath: Þessi pistill er skrifaður af montnum Hagskælingi sem hefur líka góða ástæðu til þess að vera montinn enda ekki á hverjum degi sem maður vinnur svona glæsilegan sigur.
mánudagur, febrúar 21, 2005
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
Frakkar hertóku Napóleon!
Er búinn að hlusta á undanúrslitaviðuregn okkar í Nema hvað á móti Húsaskóla, á netinu. Þar heyrði ég að Frakkar hefðu hertekið Napóleon. Jamm, ég mismæld migi skemmtilega en ég ætlaði auðvitað að segja að Frakkar hertóku Danmörku. Held að það sé líka kannski smá ruglingur. En þetta kemur fyrir bestu menn. Og svo er rödd mín nokkuð furðuleg í útvarpinu (eða það finnst mér alla vegana) enda hljóðgæði ekkert allt of góð.
Viðuregnina er hægt að hlusta á RUV.is, vefupptökkur Rás 2, 14 apríl fyrir þá sem misstu af henni.
Viðuregnina er hægt að hlusta á RUV.is, vefupptökkur Rás 2, 14 apríl fyrir þá sem misstu af henni.
mánudagur, febrúar 14, 2005
Komnir í úrslit!
Undanúrslitaviðuregninni á móti Húsaskóla var að ljúka. Það var aldrei nein spurning á hvaða veg keppnin færi. við leiddum 14-9 eftir hraðaspurningarnar og því næst tókum við 3 stig úr vísbendingaspurningunni með því að geta upp á HC Andersen í fyrstu vísbendingunni. Við jókum forystuna enn frekar í töfluspurningunum og Ari Bragi og Sindri skiluðu 5 stigum af 5, fyrir ræðuna þeirra. Í já-nei skriflegu spurningum hlutum við 5 stig af 6 en Hússkælingar hlutu 6. En sigurinn var öruggur, 32-21 ef ég man rétt.
Við keppum til úrslita næsta mánudag á móti Fellaskóla eða Laugarlækjarskóla. Sami staður, sami tími og í kvöld.
Lexía dagsins, spara aðeins flatbökuátið fyrir keppni. Það fer ekkert allt of vel í magann.
Við keppum til úrslita næsta mánudag á móti Fellaskóla eða Laugarlækjarskóla. Sami staður, sami tími og í kvöld.
Lexía dagsins, spara aðeins flatbökuátið fyrir keppni. Það fer ekkert allt of vel í magann.
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Landakotsskóli endanlega veginn!
Frá vinstri: Ég, Þórður, Hafsteinn og ræðumaðurinn Ari Bragi
Úrslit hverfismeistarakeppninnar í borgarhluta1 fór fram í Frosta í gær. Landakotsskóli var andstæðingurinn öðru sinni. Í fyrri viðuregninni þeirra mættu þeir frekkar slappir til leiks og greip því fyrilliði þeirra, Paul til þess dramatíska ráðs að reka hina tvo og ráða tvo aðra í staðin. Það skilaði sér nokkuð vel því liðið var mun sterkara og vék Paul úr miðjunni fyrir stelpu sem var mjög klár.
Við byrjuðum hraðaspurningarnar ekki vel en náðum þá 15 stigum. Það gerðu Landkytingar líka og náðu svo 3 stiga forystu eftir vísbendingaspurninguna. Eftir þríþrautina náðu þau 5 stiga forystu og var því á brattann að sækja. Við söxuðum á forskotið jafnt og þétt og Ari Bragi og Sindri skiluðu einnig sínu framlagi mjög vel með ræðu sem hinn fyrrnefndi flutti um það hvort leita ætti á nemendum þegar þeir kæmu í skólann. Svo náðum við að jafna og ná 2 stiga forystu þegar að já-nei skrifleguspurningarnar voru eftir. Við náðum 4 stigum gegn 1 þeirra og úrslitin endanlega ráðin. Lokaniðurstaðan var 31-26.
Við erum því komnir í undanúrslit og keppum við þar á móti Húsaskóla. Keppnin fer fram í útvarpshúsinnu næsta mánudag kl. 20:00 og verðum við í beinni á Rás 2
Svona í lokin vil hrósa Landakotsskóla fyrir glæsilega frammistöðu og einnig benda á að myndir frá keppninni má nálgast hér (endilega kíkið á myndina af Eddu og Þórgunni).
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Auglýsing.
Einkabílistar, einkabílistar, er bíllinn skítugur? Þá stendur ykkur það kostaboð að kaupa tjöruhreinsi , bílasápu og rúðuvökva í einum pakka á aðeins 1000 kr. Ég endurtek: Aðeins 1000 kr.
Ef þú hefur áhuga, sendu mér þá tölvupóst.
Takmarkaðar birgðir
(Salan er liður í fjáröflun fyrir keppnisferð til Spánar hjá 4. fl. ka. í handbolta hjá Gróttu.)
P.S. hafi þetta með einkabílistanna farið fyrir brjóstið á einhverjum, þá er þetta bara smá grín sem ekki ber að taka alvarlega
Ef þú hefur áhuga, sendu mér þá tölvupóst.
Takmarkaðar birgðir
(Salan er liður í fjáröflun fyrir keppnisferð til Spánar hjá 4. fl. ka. í handbolta hjá Gróttu.)
P.S. hafi þetta með einkabílistanna farið fyrir brjóstið á einhverjum, þá er þetta bara smá grín sem ekki ber að taka alvarlega
Bikardraumurinn úti.
Það er langt síðan að ég hef ritað handboltapistla. Ástæðan er kannski sú að mér fannst þær nokkuð leiðinlegar. En alla vegana þá var farið til Selfoss í gær að keppa gegn samnefndu liði þar í undanúrslitum SS bikarins. Við höfðum farið frekar létta leið í undanúrslitin. Unnið Hauka C, Fylki og Aftureldingu. En Selfyssingar eru sterkir og það var alvöruleikur fyrir höndum. Það var margmenni í íþróttahúsinu og Auðvitað langflestir á þeirra bandi. Við höfðum yfirhöndina framan af og náðum 3 marka forystu. Við leiddum með 1 marki í hálfleik. Í þeim síðari gáfum við eftir og Selfyssingar náðu forystunni og unnuleikin með 2 mörkum. Það verður því ekki leikið í Höllinni. Frammistaða mín var eins og liðsins. Ég byrjaði vel, skoraði 5 mörk (af 5 skotum) í fyrri hálfleik en dalaði svo í þeim seinni, skoraði 1 mark og klúðraði færum.
Eftir það var farið á Kentucky fried chicken. Ég fékk mér twister með frönskum og pepsi. Nokkuð sniðug máltíð, twisterinn til að njóta, franskarnar til að gera mann saddan og pepsi með til að skola matnum niðurog njóta í leiðini. Svo var bara farið heim og ég þurfti að læra fyrir þýskupróf sem gekk nokkuð vel.
Eftir það var farið á Kentucky fried chicken. Ég fékk mér twister með frönskum og pepsi. Nokkuð sniðug máltíð, twisterinn til að njóta, franskarnar til að gera mann saddan og pepsi með til að skola matnum niðurog njóta í leiðini. Svo var bara farið heim og ég þurfti að læra fyrir þýskupróf sem gekk nokkuð vel.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)