
Frá vinstri: Þórður, ég, Hafsteinn og svo ræðusnillingarnir Ari og Sindri.
Laugalækjarskóli byrjuðu í hraðaspurningarnar með fullu samþykki okkar, og hlaut 12 stig en við 15. Þeir náðu síðan að jafna en við spíttum þá í gírinn og náðum 4 stigum í röð ef ég man rétt(þó eitt stigið væri reyndar dregið af okkur seinna). Ari og Sindri stóðu fyrir sínu með ræðunni, eins og venjulega og fyrir já-nei skriflegu spurningarnar höfðum við 6 stiga forystu og kórónuðum svo sigurinn með því að taka 5 stig út úr þeim lið en Laugalækjarskóli náði engu. Lokatölur: 33-22.
Þessi úrslit segja kannski ekki allt um styrkleikamunin. Laugalækjarskóli er sterkur og hefði getað unnið okkur. En við vorum bara sterkari í dag og uppskárum Mímisbrunninn og kannski örugga skólagöngu í Versló, en það kom einhver gaur þaðan og spurði hvort við ætlaðum ekki örugglega í Versló. Sá maður bauð okkur ýmis fríðindi en ég sagði bara beint við hann að ég ætlaði í MR og ekkert annað, en hann hélt áfram. Bjartsýnn sá maður. En nú ætla ég bara að njóta þess að hafa unnið þetta í annað sinn og reyna að ná mér niður á jörðina.
Viðuregnina má hlusta á í heild sinni á RUV.is
Ath: Þessi pistill er skrifaður af montnum Hagskælingi sem hefur líka góða ástæðu til þess að vera montinn enda ekki á hverjum degi sem maður vinnur svona glæsilegan sigur.